Ekki alveg sjálfrátt?

Ef frægur afturhaldsseggur af Framsóknarkyni, heldur að hann geti farið um landið með það á vörunum að hann hafi eitthvað annað en framsóknarsyndrómið og einkavinavæðingu uppí erminn, þá er hann vitlausari en ég hélt. Ég á nú eftir að sjá að fólk almennt sé svo einfalt að hann verði keyptur í annan umgang. Nema auðvitað af einhverjum hluta bænda, sem enn trúa því að hann geti eitthvað fyrir þá gert.
mbl.is Kreppa af völdum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hver á Ísland?

Jón Baldvin æddi um árið í hringferð um landið og spurði þessarar spurningar.  Eitthvað var fátt um svör og engin sameiginleg niðurstaða í lok herferðarinnar, - ef gullfiskaminnið mitt svíkur ekki. 

Er ekki hið besta mál að aðrir pólitíkusar kíki á landann af og til, en ekki eingöngu korter fyrir kosningar??

Benedikt V. Warén, 28.8.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég ætla nú að vona, að gullfiskaminni þessarar guðsvoluðu þjóðar nái nú það langt að svona pólitíkusar heyri brátt sögunni til, það segi ég satt. Það er bara ekki gert alveg nóg af því, svona dagsdaglega af fréttamönnum þessa lands, að fletta upp í ruglinu og skepnuskapnum eftir þá, þess vegna er margt eins og það er.

Þeir komast svo upp með svona túra um landið og fá jafnvel klapp á bakið, frá þeim sem verst hafa farið útúr reiðileysinu sem þeir bjuggu til.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 14:54

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Stormsker hefði þurft að vera í slagtogi með honum á túrnum, fundirnir hefðu allavega orðið skemmtilegir.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það verður, því miður, að hryggja þig með því Hafsteinn, að fundirnir hjá Guðna eru vel sóttir. 

Er ekki vandamál Framsóknarflokksins í hnotskurn þau, að flokkurinn er að reyna að samræma ósættanleg sjónamið landsbyggðarinnar og Reykjavíkur með einni stefnu, en ekki með sitthvorri stefnunni eins og Samfylkingin er að gera, ein í Reykjavíkurhreppi og næsta nágrenni, meðan önnur stefna gildir út um hinar dreyfðu byggðir hjá þeim flokki.

Það gilda alltént önnur lögmál hjá umhverfisráðherra á "Stórasta" Reykjavíkursvæðinu en á Bakka við Húsavík og nágrenni.

Benedikt V. Warén, 28.8.2008 kl. 15:12

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

það væri nú ljótt Benedikt, ef ekki næðust saman einhverjar sauðtryggar Framsóknarsálir í súpu, í Borgarnesi, Akureyri og Húsavík, "rótgrónum Framsóknarbælum" til að hlusta á þennan vaðal?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 15:18

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þeir eru samt ótrúlega margir sem mæta, miðað við hvernig talað er um Framsóknarflokkinn af andstæðingum hans. 

Hér á Austurlandi eru menn þakklátir Valgerði Sverrisdóttur fyrir að standast orrahríð andstæðinga og bogna ekki undan óvægnum árásum andstæðinga virkjana og stóryðju.  Seint gleymist þáttur Þórunnar Sveinbjarnardóttur því máli.

Hún ætti ef til vill að hafa dug í sér að koma austur og kynna sér málin og standa fyrir opnum fundi um sínar áherslur í landsbyggðarmálunum.

Benedikt V. Warén, 28.8.2008 kl. 15:29

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ekki veit ég um það, hversu mikið þið þurfið að þakka Valgerði, en eru nokkrar líkur á öðru en að hún Þórunn eigi eftir að vera þarna á ferðinni til að kynna sér hvað þetta er allt glimrandi fínt hjá ykkur eftir Halldór og félaga.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 15:50

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Veri ævinlega hún velkomin.  Við þurfum ekki Stormsker til að velgja henni undir uggum.

Benedikt V. Warén, 28.8.2008 kl. 16:18

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er ekki hægt að þakka neinum nema Framsókn fyrir framkvæmdir hér fyrir austan. 

Sjálfstæðisflokkurinn var í felulitunum og samþykkti allt með hangandi hendi til að halda í valdastólana.  Samfyklingin klofin í herðar niður og VG vildu gera "eitthvað annað" eins og frægt er orðið.

Benedikt V. Warén, 28.8.2008 kl. 16:21

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband