Þessu vaxtastigi stendur enginn rekstur undir.

Nema kannski eiturlyfjadreifing. Olíufélögin eru þó í þeirri sömu aðstöðu, það er bara öllu sullinu dreift yfir neitendur sem láta allt yfir sig ganga, enda afar sundraður hópur hér á landi. 

En vissulega er það laukrétt hjá Olís, stjórnleysið í fjármálunum hér, með vaxtaokri sem óþekkt er meðal siðaðra og öllum pakkanum er nú ekki til að bæta neitt.

Það er engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur af afkomu olíufélaganna, það eru hinsvegar margir sem ekki geta þvælt vöxtunum á bakið á neinum og þeir verða ekki í mjög góðum málum ef fram heldur sem horfir.


mbl.is Olíuverzlun Íslands gagnrýnir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Það stefnir í erfiðan vetur. Líklega áframhald á fjöldauppsögnum í byggingageiranum. Samdrátturinn er einnig farinn að smita inn í þjónustugeirann þannig að líklega eigum við eftir að sjá meira af uppsögnum þar með tilheyrandi gjaldþrotum þjónustufyrirtækja. Erfiðleikar einstaklinga og fjölskyldna eiga eftir að vaxa til muna er líður á veturinn og ekki kæmi mér það á óvart að met yrðu sett í gjaldþrotum einstaklinga á komandi ári. Verðbólgan er að miklu leyti innflutt og háir vextir hér á landi hafa ekki áhrif á olíuverð eða erlend aðföng. Vaxtastefna Seðlabankans hefur engin áhrif á þessa þætti í vísitölunni og hækkun þeirra ein og sér stefnir hagkerfinu í alkul, m.v.núverandi vaxtastefnu.

Það þarf að ná þjóðarsátt um leiðina út úr þessu rugli. Það þarf að leysa úr vandamálum fólks sem er í erfiðleikum vegna húsnæðislána, t.d. með því að ríkið komi að með sérstakan skuldabréfaflokk sem leysti úr tímabundnum vandamálum bankakerfisins vegna aukinna vanskila einstaklinga. Lífeyrissjóðir gætu þá fest í bréfum sem væru ríkistryggð. Það á að hækka persónuafslátt. Þeir fjármunir kæmu þeim sem hafa minnstar tekjur mest til góða. Það á að hefja vaxtalækkunarferlið strax og það á að koma böndum á launahækkanir og verðbreytingar opinberra aðila til ákveðins tíma.

Hagbarður, 29.8.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég tek undir hvert orð hjá þér "Hagbarður" og mestar áhyggjur hef ég af unga fólkinu og þeim sem hafa verið að setja sig í húsnæðisskuldir á síðustu árum.

Ég átti tal við útibússtjóra í banka á dögunum og ég get sagt þér það, að mér var hreinlega brugðið og þóttist ég nú vera fremur svartur með framhaldið. Hann hreinlega sagði að það yrði að búa sig í að fólk mundi hreinlega gefast upp í stórum stíl og kæmi til hans með liklana að íbúðunum sínum.

Því lengur sem menn telja sér trú um að þetta sé í lagi eins og það er, því djöfullegri verðu lendingin.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.8.2008 kl. 12:27

3 identicon

"Því lengur sem menn telja sér trú um að þetta sé í lagi eins og það er, því djöfullegri verðu lendingin."

Þessu er ég svo sammála ykkur í og nú er gott að koma með einn punkt.  Það er bara kreppa á meðan við (fólkið í landinu) sættum okkur við það og ákveðum að það sé kreppa hérna.

Eins og staðan er í dag þá sitja þeir sem eiga peninga á peningunum sínum til þess að allir aðrir í kringum þá fari á hausinn og þeir geti síðan stigið inní og grætt á hamförum annara.

Þetta eru bankarnir að gera, þetta eru þeir verktakar sem hafa efni á þessu að gera og þetta erum VIÐ að láta ganga yfir okkur.

En því miður eru það þeir sem geta haft mestu áhrifin á þetta ástand þeir sem að hagnast mest á því.

Bankarnir eiga alveg til gjaldeyrisforða og til þess að þeir komi út sterkari þá neita þeir að lána og gera allt sem í þeirra veldi stendur til að krónan haldi áfram að falla.

Þeir verktakar sem eiga peninga sitja á þeim og bíða þangað til aðrir verktakar fara á hausinn svo þeir geti keypt verkin frá bönkunum sem koma til með að eignast allt á lítið sem ekkert og grætt á tá og fingri.

Það er löngu kominn tími á að við Íslendingar áttum okkur á því að við erum aðeins 300 þús manna þjóð og það getur ekki haldið áfram að vera nauðsynlegt að byggja tónlistarhús og íþróttamannvirki og verslunarmiðstöðvar á hvern einasta ferkílómetra.

Það þarf að hægja all verulega á markaðnum því ef það gerist ekki þá um leið og ástandið lagast fer sama vitleysan í gang. Fólk getur orðið fengið lán og allir byrja að byggja aftur og allir fara að kaupa íbíður og húsnæði aftur og svo þegar markaðurinn verður ofmettaður þá kemur aftur stopp. Þetta á eftir að ganga í hringi ef við förum ekki að stöðva þessa þróun.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband