Þarna þekkjum við Árna.

Nákvæmlega svona virkar hann, að geta ráðist í hlutina af djöfulmóð og hringja í mann og annan til að láta eitthvað gerast, akkúrat Árni Johnsen, svona þekki ég hann. 

Gott mál sem ástæða er til að óska öllum sem að komu til hamingju með. En illa klikkaði Lýsing á frábæru tækifæri til auglýsingar, en það er þeirra mál, þeir vilja heldur styrkja fjölmiðlana...


mbl.is Þetta er eins og að fá fæturna aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimurinn væri öruglega miklu betri ef fleiri væu eins og Árni Johnsen,þorir að hjálpa þeim sem á er hallað. Hann hefur tekið út sína refsingu,og komið út sem betri maður,takk fyrir mann eins og Árna og alla sem komu að þessu máli, það ættu kanski fleyri að taka hann sér til fyrirmynda,(þetta er sá drengur sem við þekkjum lætur sér ant um aðra )

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 09:06

2 identicon

Líkt Árna að láta sig alla varða.Hann hefur alltaf vitað hvar hann getur látið gott af sér leiða.Heimurinn væri kanski betri ef fleyri væru eins og hann.Takk fyrir allt það góða hann hefur gert .

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 09:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nafni minn er náttúrlega engum líkur. Hann er óútreknanlegur eins og náttúruöflin enda hálfgildings náttúruafl sjálfur. Aldrei hálfur í neinu efni. Það ætti engum að dyljast að stöðugt fylgi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu er fyrst og fremst hans verk. Og þrátt fyrir að þurfa að draga nafna sinn dýralækninn á eftir sér og bera hálfgildings ábyrgð á pólitískri tilveru hans. Sem er útaf fyrir sig afreksverk.

Árni Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 19:48

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Árni það er klárt, að hann dregur þennan vagn hérna og á þetta fylgi sem hangir við þá á svæðinu, mikið fyrir hverslags náttúruafl hann er.

Fjármálaráðherrafígúran verður aldrei aftur í fyrsta sæti og sennilega ekki í framboði meir, það er mín spá.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.9.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: haraldurhar

   Tek undir það að færa Ástþóri aftur vinnuvélar sínar var þarft verk, en hlutur Árna Jonsen set ég meira spurningarmerki við, hann hefur ætið verið veitull á annara manna fé, og ekki fannst mér við hæfi að vera láta mynda sig og senda út fréttir af afreki sínu.   Það hlýtur að vera meira en lítið að hjá stjórnendum Lýsingar að fara út í jafn arfavitlausar gerðir og taka vinnuvélar af lömuðum manni, og tel ég að eigendur Lýsingar eigi að láta þá taka pokann sinn er standa að þvílíkri vitleysu.  

   Mér finnst aftur á móti aðdáunarvert að forstjóri Mjólku Ólafur hafi tekið upp heftið og greitt 1.1 milljon kr, til styrktar Ástþóri., ekki síst með hliðsjón að því að hann hefur staðið í samkeppni við einkavæddan atvinnugrein, og örugglega allt verið gert til að koma honum út úr framleiðslugeiranum.   Það hefði verið fróðlegt að vita hve mikið fé Árni reiddi fram. 

haraldurhar, 5.9.2008 kl. 00:47

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sæll Haraldur. Ég er nokkuð viss um að Árni hefur ekkert reitt fram sjálfur, þó ég viti ekkert um það. Hann er hinsvegar svona primus motor tegundin og rífur menn með sér í verkin og það má ekki vanmeta það finnst mér. Tek undir með þér varðandi Ólaf í Mjólku, eins og ég skrifaði um annarsstaðar, hvar ég taldi hann vera mann vikunnar, tvímælalaust.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.9.2008 kl. 01:29

7 Smámynd: haraldurhar

    Sæll Hafsteinn.

   Nei er var ekki að vanmeta drifkraftinn í Árna, en mér leiðist þessi sýningarþörf hans á eigin afrekum, eins og fleiri er við þekkjum úr Eyjum.  Eg er undrandi að nokkur lifand maður skyldi taka það hlutverk að sér að fara heim á bæ hjá fötluðum bónda og taka frá honum atvinnutækinn hans.  Allavega hefði ég sagt nei og alveg er ég klár á því að þú hefðir ekki farið heldur.

haraldurhar, 5.9.2008 kl. 22:07

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það hefur aldrei vantað neitt á það, hann hefur gríðarlega þörf fyrir sviðsljósið hann Árni og það eru vissulega margir sem ekki kunna að meta þann eiginleika.

Já það er rétt Haraldur, ég hefði sennilega orðið atvinnulaus þarna..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 00:57

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af því að nú finnst mér ég bera hálfgerða ábyrgð á þessari umræðu þá harma ég að hafa gleymt að minnast á Ólaf frá Eyjum. Það var hann sem lagði fram fyrstu upphæðina til að leysa þetta mál og var ekki smátækur fremur en venjulega. Barátta hans við landbúnaðarkerfið er náttúrlega kapítuli sem þjóðin hefu ekki gefið gaum sem skyldi. Enn stendur hann óbugaður og syngur sinn 1. tenór í karlakórnum af meiri þrótti en nokkru sinni.

Það er magnað umhverfi kringum bæinn á Eyjum 2 í Kjós. Og fólkið á bænum ber svip af umhverfinu. Og þetta er traust og gott fólk. 

Árni Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 10:56

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

http://hva.blog.is/blog/hva/entry/631453 

Ég er algerlega sammála þér Árni varðandi Ólaf í Mjólku, hann er stórmenni í öllum skilningi..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband