Hann ætlar sjálfsagt að smala "aðilum" í "einingu", stóra og sterka.

Eigi veit ég það svo gjörla, en það grunar mig að það þurfi nú eitthvað meira en Guðna for(n)mann í það ferðalag. Það þarf varla að segja fólki, að gaurinn sem bjó til "góðærið" sem það er með í andlitinu núna, hefur ekkert skánað, (eða hans hugmyndir um rekstur Íslands ehf) síðan hann sat yfir einkanvinavæðingarkötlunum 12 árin þar á undan? Þeir einu sem for(n)maður þessi á hönk uppí bakið á er S hópurinn og aðrir gæðingar, sem varla eru aflögufærir með peninga í auglýsingar einu sinni um þessar mundir. Þó gæti það nú verið ef þyrlum og þotum yrði lagt um tíma.

Ég ætla nú að vona að mér sé óhætt að hafa þá trú á þjóðinni að svona trykk dragi hana ekki dýpra í svaðið en orðið er, nú þarf að reyna að krafla sig upp úr haugnum frá Framsóknarfjósinu hvað sem það kostar og það verður ekki ódýrt, en hann Geir verður að taka lúkurnar af pungnum eins og stundum var sagt til sjós. Ég ætla ennþá að trúa því að hann ætli sér að gera eitthvað af viti.... annað en að gera ekki neitt.


mbl.is Lagður af stað í mikið ferðalag fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú hafa mál skipast þann veg að S hópurinn verður að standa á eigin fótum og reyna að halda vel utan um það smáræði sem honum tókst að öngla sér með hjálp Framsóknarflokksins. Því nú eru Halldór og Finnur og Magnússynirnir orðnir valdalausir í pólitíkinni. Þess vegna er Guðni orðinn vanburða við smalamennskuna, ja eiginlega eins vanburða og hundlaus maður er ævinlega í erfiðu fjalli. Láttu mig þekkja það. 

Árni Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Frábær samlíking sem ég veit að þú þekkir mæta vel og akkúrat rétt lýsing á stöðunni hjá kallinum. Rogast með fullan poka af skít á löngu ferðalagi og enginn til að lyfta undir hornið hjá honum.... og hundlaus í þokkabót . Nei verra verður það varla,...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Frábær samlíking, þetta upplýsir einnig ágætlega veruleikafyrringu framsóknarmanna...

Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband