13.9.2008 | 21:24
Bíðið við, hvað er í gangi?
Sagði ekki Baldur upp hjá félaginu og vildi losna sem fyrst? Það hljómar nú ekki eins og þegar er verið að reka þessa fursta og þeir ná að slíta út einhverja dellu þessvegna. Það er aldeilis með ólíkindum að vitleysan skuli geta gengið svona gersamlega út yfir allan þjófabálk.
Er það virkilegt að einhver geti verið virði svona launa í sínum eigin uppsagnarfresti þ.e. við að losna frá fyrirtækinu, einnar komma tveggja milljóna evra, eitt hundrað og fimmtíu milljóna flotkróna? Í hvaða veröld lifa svona furstar eiginlega? Það er nærri því að maður haldi að þessu rugli verði aldrei bjargað, það muni ekki finnast, hvorki hluthafar og hvað þá síður viðskiptamenn, sem eru tilbúnir að borga fyrir alla þvæluna og þar með deyji óskabarn þetta drottni sínum.
Það væri mikill skaði ef það kæmi á daginn, að þessir sjálftökufurstar væru búnir að ríða þessu fjallsterka fyrirtæki, óskabarninu sjálfu, til fjandans með græðgi og "rónahætti", (hér er kannski ástæða til að biðja rónana afsökunar á samlíkingunni).
Mikið held ég að Thor Jensen sé búinn að snúst marga hringi í gröfinni meðan þetta rán stóð yfir?
![]() |
Segir Eimskip skulda sér laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
baldurkr
-
hallgrimurg
-
solir
-
jakobk
-
gretarro
-
sailor
-
hallibjarna
-
framtid
-
sisshildur
-
king
-
siggith
-
start
-
helgigunnars
-
villialli
-
himmalingur
-
drum
-
gisgis
-
hallidori
-
xfakureyri
-
ferskur
-
gisliivars
-
johnnybravo
-
peturorri
-
baldvinj
-
bjarnihardar
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
bleikaeldingin
-
fruheimsmeistari
-
gudrunmagnea
-
gustav
-
reynzi
-
zeriaph
-
gattin
-
seinars
-
siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 1479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja þvílíkt rugl sem þetta er að verða, þessir gaurar eiga í besta falli heima í Tyrknesku fangelsi. Það er best að segja sem minnst þó mig langi mikið núna, verður manni ekki úthýst af blogginu og dæmdur fyrir landráð ef um ræflana er talað eftir verðleikum á kjarnyrtri Íslensku að hætti Agnesar Braga?...
Hallgrímur Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 21:46
Ætli það ekki, veit ekki, "drekk ekki mjólk".....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.9.2008 kl. 22:16
Ég er að verða svo orðlaus að að að að að að að að .... heilbrigð hugsun nær aldrei tökum á svona miklu bulli. Sæll, það er lægð yfir landinu... eigum við að ræða það?
Friðrik Höskuldsson, 14.9.2008 kl. 00:32
Já maður spyr ..
Hvernig er liturinn á himninum í þessara manna heimi ?????
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 14.9.2008 kl. 02:21
Þeir lifa í undraveröld Hafsteinn
Haraldur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 06:43
Já, það er held ég málið, þessir menn lifa og hrærast í einhverri undraveröld sem fólk nær engri tengingu við, og svo halda menn að það sé ráðið, að halda ballinu áfram og gera aðra "Þjófasáttina".
Sem að sjálfsögðu þýðir einfaldlega að þessir drengir geti haldið á við að vaða um eigur almennings á skítugum skónum og hirða það sem þeim gagnast til að geta troðið sig út af peningum. Landsvirkjun-heilbrigðiskerfið og jafnvel sorphirðan, nefnið það bara.
Það er eins og maðurinn sagði "Já sæll, eigum við að ræða það eitthvað".
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.9.2008 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.