19.9.2008 | 08:19
Rekst bara ekki í flokki.
Það virðist vera hlutskipti Sleggjunnar, að rekast bara ekki í flokki. Held engu breyti þó hann Össur öngli honum yfir í Samfylkinguna, hann rekst ekkert þar heldur þetta er bara eitthvað í manninum sem svona virkar.
Það er annars undarlegt hvað hægt er að búa til mikið af vandamálum í svona litlum flokki eins og FF? það er varla nokkursstaðar annað eins af heimatilbúnum vandamálum miðað við höfðatölu, nema kannski í Sjálfgræðisflokknum, nema þar er vandamálunum alltaf haldið undir yfirborðinu en í FF virðist engin vera til að sjá um þá deild, eða þá að menn vilja sjá vandamálin og getað krufið þau, með aðstoð fjöldans?
Það getur bara verið svo vont fyrir fylgið...?
Margrét: Nýtt afl meðal Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
Athugasemdir
Þetta er í sjálfu sér ekki vandamál. Ef Jón Magnússon og það lið leggur undir sig Frjálslyndaflokkinn hverfur hann næst.... það lið kýs enginn þokkalega skynsamur maður.
Lífankeri þessa flokks er Vestfjarðafylgi Guðjóns og Kristins og ef þeir hverfa á braut og fara annað deyr þessi flokkur drottni sínum
Jón Ingi Cæsarsson, 19.9.2008 kl. 08:31
Já, Sleggjan rekst illa í flokki?
Þetta er dómur sauðtryggra Framsóknarmanna um Sleggjuna.
Hann yfirgaf flokkinn eftir að hafa greint á við forystu flokksins um stuðning við innrásina í Írak og stuðninginn við fjölmiðlafrumvarpið. Þetta vita þeir sem fylgjast með íslenskri pólítík. Kristinn gat ekki fellt sig við afstöðu Halldórs í þessum tveimur málum. Það hefðu fleiri en hann rekist illa í framsóknarflokknum þá.
En sem sagt það voru fleiri stuðningsmenn framsóknarflokksins og kjósendur sem sögðu skilið við framsókn á þessum tíma. Þeir gátu ekki fellt sig við afstöðuna í þessum málum.
Jón Halldór Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 08:45
Það er nú lengra síðan ég hætti að eiga samleið með þessum flokksgæðinga-Sambó-kvóta glæpalýð sem þessi flokksnefna hangir saman á en Kristinn og ransóknarefnið er nú raunar hvað fann maðurinn þar sem hentaði bæði honum og Framsók?
Það felst hreinlega svo mikill skynsemisskortur í því hjá honum að fara fram með Framsókn að það setur við hann spurningarmerki.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.9.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.