Fullur og óskoraður stuðningur úr sandkassanum.

Það er mikið mál greinilega, að berja saman stuðning við Bangsa. Auðvitað styðja mennirnir sitjandi dómsmálaráðherra, þó nú væri. Sá líka einhversstaðar að Halli er voða hissa á gagnrýni Jóhanns á sig og þótti nú engum mikið heldur. Held reyndar að hann sé oftar en ekki dálítið hissa á öllum sem ekki dansa á línunni hans og Bangsa. En það er sem sagt stuðningur í sandkassanum og Halli ríkissjóðs getur verið voða sáttur með það, enda í kassanum sjálfur.
mbl.is Styðja dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Björn hefur fært efnisleg rök fyrir ákvörðun sinni. Ef Jóhannes er svona fær í starfi sem hann vill vera láta og ég hef fulla ástæðu til að trúa þá hefði honum verið í lófa lagið að sækja um þessa stöðu þegar hún verður augýst.

Það verður að teljast mjög óeðlilegt að hann einn lögreglustjóra sé ekki skipaður formlega af dómsmálaráðherra. Ef dómsmálaráðherra hefði þá gengið framhjá honum hefði hann þurft að færa fyrir því sérlega góð rök. En að hlaupa á brott með viku fyrirrvara finnst mér nú ekki stórmannlegt af svona háttt settum embættismanni og engu líkara en hann hafi farið í einhverja fýlu. Hvað skyldi hann vera á launum í marga máuði án vinnuskyldu eftir þetta brotthlaup? Mér finnst harla ólíklegt að hann fari af launaskrá núna um mánaðarmótin.

Ef það á að styrkja fjárhag embættisins að hann hætti að vinna en verði á launum áfram segir margt um hanns störf. Ég hef það mikið álit á Jóhannesi að ég trúi því ekki að þetta sé rétt ákvörðum hjá honum.

Hvað í veröldinni gerir þig það merkilegan að telja þig hafa efni á að uppnefna dómsmálaráherra opinberlega og líkja lögreglustjóurm landsins við  börn í sadkassaleik?

Finst eins og þú sért bara að stimpla þig ómarktækan bullara hér á blogginu.

Landfari, 28.9.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er þá bara bullari líka Landfari.. en við Hafsteinn bullum þó undir nafni heigullinn þinn ;)

Óskar Þorkelsson, 28.9.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Landfari

Það að skrifa undir nafni (sem enginn veit hvoert er rétt nafn eða ekki) gefur blogurum engan siðferðilega rétt til að vera með eitthvert skítkast hérna út í menn. Ein grófustu skrifin sem ég hef leið hérna eru einmitt eftir mann sem skrifar undir sama nafni og þú Óskar þó eftirnafnið sé annað. Þó ég viti að það sé hanns rétta nafn gefur það honum engann rétt til að valta hér yfir mann og annan, stundum af litlu tilefni.

Máliða er bara að bloggið verður miklu skemmtilegra og uppbyggilegra ef menn eru ekki að bulla á því.

Þú þarft samt að rökstyðja betur Óskar forsendur nafnbótarinnar sem þú gefur mér því ég er hér á blogginu undir fullu nafni og tel mig ekki verðskulda þessa nafbót. Hún er því endursend til föðurhúsa og megir þú vel njóta.

Landfari, 28.9.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Landfari! Það þarf nú ekki að vera merkilegur hugsuður til að gera Björn að Bangsa og ég veit ekki til að ég eða aðrir sem það gerum þurfum fyrir því neitt leyfi, hvorki frá þér né öðrum. Sandkassahugmyndin er ekki mín, því er nú ver, heldur upplýsti Jóhann okkur um þau viðteknu vinnubrögð hjá löggæslunni og sumum okkar finnst það passa við margt á þeim bæ þessa dagana.

Þó ég geti ekki tekið undir neitt í vörn þinni fyrir Bangsa, þá hefurðu alveg rétt á þeim skoðunum og þarft ekkert endilega að vera ómarktækur bullari fyrir þær finnst mér.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.9.2008 kl. 18:59

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hafsteinn haltu áfram að bulla  ég styð þig þó svo ég sé ekkert sérstaklega sammála þér og eiginlega aldrei.

Óðinn Þórisson, 28.9.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það eru sumir svo voða viðkvæmir fyrir bulli Óðinn og taka öllu eins og það sé heilög rulla...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.9.2008 kl. 23:07

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég skil vel að Landfari komi ekki fram undir nafni. Ef ég væri stuðningsmaður Björns myndi ég líka skammast mín og reyna láta lítið fyrir mér fara.

Víðir Benediktsson, 28.9.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Heyrðu Víðir, já og velkominn heim, Það er svo undarlegt, eða þannig, að þeir láta mjög lítið yfir sér þessa dagana, en þetta er samt tuggan, eins og hjá Landfara, heyrist fólk ekkert endilega vera að kaupa þessi rök?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.9.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 1157

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband