26.10.2008 | 10:05
Kemur varla á óvart?
Það er ótrúlegt að þessi niðurstaða komi á óvart. Samfylkingarfólk er margt sjálfsagt óánægt með að stjóninni skuli ekki slitið og boðaða til kosninga, sem væri óráð við þær aðstæður sem nú eru. Fylgið rakast svo af íhaldinu eins og vænta mátti, (og framsókn raunar líka) þar sem fólk er, eðlilega, að hengja á þá vandræðin af völdum útrásarinnar sem þeir sköpuðu aðstæðurnar fyrir.
Maður á svo alveg eftir að sjá hvort þessi staða skilar sér inní kosningar, en það fer sennilega eftir framganginum varðandi ESB framað kosningum og hvort Framsókn reynir að halda áfram með holdgerving útrásarinnar í Guðna Ágústssyni.
Minnihluti styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samfylkingin mun ekki halda þessu fylgi í áframhaldandi stjórnarsetu.
Sigurður Þórðarson, 26.10.2008 kl. 12:27
þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart. 45% taka ekki afstöðu í 800 manna úrtaki og því könnunin varla marktæk.
þessi ríkisstjórn nýtur samkvæmt síðustu kosningum 70% fylgi en eitt er ég alveg viss um þegar kosið verður 2010 verður niðurstaðan allt önnur en í síðustu konsingum
aðalatriðið er að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilð það er ekkert annað í spilunum - ekki nýtur Guðni trausts og ekki vill þjóðin vg í ríkisstjórn með sína stoppstefnu
nú þarf að fara í framkvæmdir - flóknara er það ekki.
Óðinn Þórisson, 26.10.2008 kl. 12:54
Örugglega ekki, en vonandi er samt að fólk setji undir sig hausinn við að klára það sem fyrir liggur núna. En verst er að það er engin von um að tekið verði til hendi í kvótaskepnuskapnum með þessu liði...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.10.2008 kl. 12:58
Sæll Hafsteinn.
Mér þykir þú gera Hr. Guðna Ágústssyni heldur hátt undir höfði, að ætla hann hafi einhverntíma skylið útrásinna, frekar en annað. Hef ekki séð annað til hans undangenginn ár annað en í hlutverki trúðsins.
Eg hef aldrei vitað til þess að stjórnendur fyrirtækis er færi í gjadþrot, væru látir halda áfram sem skiptaráðendur, nú á að kjósa strax það er hvort er allt farið til andskotans, og betra að nýjir aðilar komi að björgunaraðgerðum og væntanlegri uppbyggingu sem fyrst.
Mér hefur funndist Geir og Solla vera allveg út á túni og hefur runnið uppúr þeim hver vitleysan á fætur annari á sl. vikum. Björgvin þinn þingmaður blaðrar út í eitt, og er að því virðist vera ánægðari með sig með hverjum deginum, þo svo hann hafi nánast verið settur til hliðar í mörgum málum er ég hélt að heyrðu undir hans embætti.
Tókstu eftir því er Ingibjörg Sólrún var í Kastljósinu, og var spurð um stjórn Seðlabankans, þá var svarið þeir réðu nú bara nánast engu, og væru því stikkfrí. bara með áskrift af stjórnarlaununum sínum. Eina ákvörðuninn er mig rekur mynni að stjórn Seðalabankans hafi tekið var að hækka laun bankastjóra sinna, vegna þess að undirmenn höfðu hækkað svo mikið í launum, og þó voru þau alltaf að berjast við verðbólguna.
Að lokum verður fróðlegt að fylgjast með hverir seldu sig út úr sjóðum, bankanna á síðustu dögum þeirra, og jafnframt hvort ´Baldur Guðlaugsson verði ekki látinn útskýra opinberlega hversvegna hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir skömmu eftir marga ára eign, jafnvel hann verði látinn skila andvirðinu til ríkisins, eins og margir vilja nú fara í eignarnám á eigum auðmanna, hverir svo sem það eru nú til dags.
Það gerist eitthvað stórt í fiskveiðistjórnunarmálum innan skamms tíma.
haraldurhar, 27.10.2008 kl. 00:21
Mér þykir þú bjartsýnn varðandi fiskveiðistjórnina Haraldur, vonandi ekki að ástæðulausu?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.10.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.