Auðvitað er Baldur á bullandi gráu svæði.

Enda umhverfið sem Baldur Guðlaugsson vinnur í útbúið með þeim hætti að það er ekkert sem bannar honum að braska með hlutabréf, jafnframt því að vera ráðuneytisstjóri. Auðvitað mundi slíkt siðleysi sennilega hvergi á vesturlöndum verða liðið, en það sem almenningur á Íslandi er tilbúinn að horfa uppá af hendi ráðamanna hefur nú lengi verið rannsóknarefni.

Kannski að eitthvað sé að breytast, það væri nú ástæða til, eða hvað?


mbl.is FME skoðar innherjaviðskipti í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða gráa svæði er þetta alltaf, ég tel að hann hafi framið innherjasvik alveg augljóslega!!! Og varðandi siðleysið tökum okkur nú á og krefjumst afsagnar manna sem verða uppvísir að slíku siðleysi

Hrönn Geirsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:55

2 identicon

Ég skil ekki að mönnum í hans stöðu sé leyfilegt að eiga hlutabréf í fjármálastofnunum á Íslandi. Það er alveg augljóst að hann geti nýtt sé innherjaupplýsingar.

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:59

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Útá það gengur plottið Einar, að nýta sér upplýsingar sér til framdráttar, á kaupi hjá okkur, til dauðadags. Maðurinn er augljóslega ekki í lagi Hrönn en við völdum hann nú ekki í starfið, það gerði einhver sem var kosinn af fólkinu og verður sjálfsagt kosinn lengi enn.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 09:10

4 Smámynd: Maelstrom

Það væri reyndar svolítið hentugt fyrir innherja að geta selt ef það birtast einhverjar fréttir í blöðunum.  Eins og þeirra innherja upplýsingar hverfi bara!!

Maelstrom, 30.10.2008 kl. 11:22

5 Smámynd: haraldurhar

   Hafsteinn ef þú hefðir gert það sem Baldur gerði, þá hefði Þvagleggur mætt á tröppurnar hjá með det samme og stungið þér inn, og síðan dæmur i hæsta gálga.

   Eg tel að Baldri hefði verið vikið frá störfum og eignir hans kyrrsettar, í öllu ríkjum er telja sig til siðmenntaðar þjóða.  Brot hans er svo augljóst, ekki síst í ljósi þess að hann hefur verið stór hluthafi í LÍ til margra ára. Þetta er ekki á gráa svæði, þetta er misbeiting á trúnaðarupplýsingum.

haraldurhar, 30.10.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Haraldur, þetta er laukrétt hjá þér. En við eigum stórar kippur af svona samskonar glæpamönnum sem mönnum þykir sjálfsagt að séu í vinnu hjá okkur til frambúðar, því virðist bara ekki vera hægt að breyta.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.10.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband