17.12.2008 | 20:18
Er ekki allt í lagi með fólk þarna á skerinu?
Hverslags bull er í gangi eiginlega, hvernig dettur mönnum í hug að fara að fólki með skríslátum? Ég get ekki séð að neinn sé bættari með svona vinnubrögðum, jafnvel þó einhverjir séu vissir um að JÁJ sé skúrkurinn í málinu, (sem enginn hefur fullyrt með vissu utan Sullubuller og Egill) þá bætir það ekki ástandið að fara að fólki á almannafæri með ofstopa.
Ég hélt að það ætti að setja nefnd í málið...?
Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já nefnd skipuð af þeim sjálfum. Heldurðu að þeir rannsaki sjálfa sig hlutlaust?
Óli (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:23
Hvað ert þú að fara Óli minn, er JÁJ að fara að stofna einhverja nefnd? Setur ekki Alþingi á fót nefnd?
Það er von að útkoman sé undarleg ef margir taka þennan pól í hæðina...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.12.2008 kl. 20:37
Alþingi er samkvæmt nýustu fréttum í vasa auðmanna sem eiga fjölmiðlana sem fjalla um alþingismenn sem umbuna auðmönnum sem fara þá mildum höndum um alþingismenn sem.............................sem sagt
sami grautur í sömu skál!
Nefnd my ass!!!!
Vilborg Traustadóttir, 17.12.2008 kl. 20:49
Ef þú heldur Vilborg, að þetta verði rannsakað með snjókasti og skrílslátum niður í bæ, ja þá veit ég ekki hvað á að halda????
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.12.2008 kl. 21:13
Það varðar við lög að ráðast á almenna Borgara með snjókasti þessu fólki á að refsa . Við viljum friðsamleg mótmæli. Þau virka
Sigmar Ægir Björgvinsson, 17.12.2008 kl. 22:14
"Við viljum friðsamleg mótmæli. Þau virka." HAHAHAHAHAHAHA
Nonni, 17.12.2008 kl. 22:20
Nei, við skulum sitja heima á rassgatinu og blogga um ástandið. Í staðinn fyrir að fara út og gera eitthvað. Verum hipp og kúl eins og þú, maður sem bölvar pottþétt í hljóði.
Finnst þér virkilega skrýtið að fólk þurfi að fá útrás ? sumir sem hafa tapað aleiguni útaf þessum hálfvitum sem komu landinu á hausinn. Og þeir hafa fríað sig undan allri ábyrgð, því að lánin eru ekki á þeirra nafni, neeeiii, öll á þessum griljón hlutafélögum sem þeir hafa stofnað í kringum þetta píramída svindl sitt.
Held að það ættu allir að hætta dæma fólk sem þarf að fá útrás, hvað vitið þið um það hvort að allt þeirra hafi tapast á þessari vittleysu ?
Ragnar (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 22:53
Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt í málinu. FMÍ er ekki að gera neitt í málinu. Lögreglan er ekki að gera neitt í málinu, en mikið getum við Íslendingar verið þakklát fyrir hetjur eins og Hafstein Viðar Ásgeirsson. Hann mun bjarga okkur með harðskeittu bloggi. Kreppan mun hverfa og skuldirnar með. Krónan mun styrkjast og verðbólgan hjaðna. Þökk sé Hafsteini.
Jóhann Einarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:29
Í Írak þótti flott að einhver henti skóm að Bush.
Ólafur Þórðarson, 18.12.2008 kl. 03:05
Ég get alveg lofað fólki því, að Jóhann Einarsson eða aðrir álíka, eru ekki að fara að bjarga landinu með skríslátum og snjókasti á götum bæjarins.
Það er ekkert undarlagt þó fólk sé reitt yfir ástandi mála, en ég er jafnviss um að það fer á kjörstað, margt af því, og kýs yfir sig helvítis íhaldið eina ferðina enn í vor, svoleiðis fólki hef ég bara enga samúð með, sorry. Ég veit enga aðra færa leið til að flengja þetta lið, en að senda það heim í kosningum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.12.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.