21.12.2008 | 14:28
Smávægileg yfirsjón.
Þetta telst nú sennilega ekki stórvægilegt á mælikvarða Ólafs þessa, þar er nú sennilega af ýmsu að taka. Það sennilega þrengist nú um hjá Finni, Ólafi og Framsóknarelítunni við að hafa ekki fólk við katlana. En skrattinn sér um sína og alltaf leggst þeim eitthvað til svo ekki þarf að óttast að þeir lendi á vonarvöl.
Leyndi eignarhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 1157
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðin horfði á þetta gerast. Stjórnvöld vissu af öllu þessu. Það liggur við að ég skilji þessa hryðjuverkamenn íslenskra fjármála sem komust að því að með því að hafa nægilega mörg og stór spillingarmál í gangi samtímis dreifðist athyglin og ástandið varð að lokum "normalt" í hugum þjóðarinnar.
Þegar stóra bomban féll og bankarnir hrundu voru margir tugir milljarða þessara lukkuláka ýmist í uppnámi eða bjargað á síðustu mínútum. Nú sýndist illt í efni. En Valhallareinherjarnir, Frímúrarar, Oddfellowar og önnur álíka félagsleg líknarsamtök áttu sína fulltrúa á Alþingi og í ríkisstjórn. Nú var haft hratt á hæli og bankarnir yfirteknir ásamt því að skipa rétta menn úr gömlu bönkunum í skilanefndir og bankastjórastöður voru tryggðar með fólki með skilning!
Svo kom kardinálinn á skjáinn með föðurlegu yfirbragði og skjaldarmerki Íslands í baksýn. Og hann tjáði okkur mildum rómi að nú værum við öll á sömu bátskelinni og brimróðurinn framundan.
Árni Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 14:49
Nákvæmlega svona held ég að þetta sé og svo sitjum við uppi með fíflin sem voru í vinnu hjá þessu liði, t.d. Valgerði liggjandi fólki á hálsi fyrir ræfildóm og aðgerðarleysi.
Sem að sönnu á rétt á sér í mörgum tilfellum, það er hinsvegar verið að berjast við eldana sem þetta lið kveikti, ýmist af óvitaskap, eða vitandi vits við að gera þessum glæpajúðum til hæfis.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.12.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.