Undarleg vinnubrögð.

Það er nú að sjá að þessir ribbaldar eigi fremur heima einhversstaðar á meðferðarstofnun heldur en í skóla. það er aldeilis ótrúlegt hvað virðist þurfa til að skólastofnun losi sig við algerlega vonlaust lið sem gengur í skrokk á samnemendum sínum. Hélt nú að svonalagað viðgengist ekki árið 2009, en það er allt til.

En hvað dvelur Þvaglegg löggu, er þetta ekki líklegt til að koma honum í fréttir?


mbl.is Börðu skólabróður með kúbeini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

drengurinn var ekki skólabróðir þessara drengja þegar brotið með kúbeinið átti sér stað og ég veit ekki betur en að þeir sem voru með kúbeinið og sá sem varð fyrir því séu bara ágætir vinir í dag.

hvað eru íslenskir fjölmiðlar að blása upp svona vitleysu eins og málið fyrir mánuði síðan er ekki frekar að þeir ættu að grafa upp allann skítinn um þann sem var laminn þá hann er nú enginn engill og er sko alls ekki saklaus í því máli.

hann er að nota heimskuna í íslenskum fjölmiðlum sem trúa bókstaflega öllu sem kemur inn á þeirra borð.

ég (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:09

2 identicon

Góðann daginn gott fólk !!!!!!!

Hvaðan koma upplýsingar um þessi tvö mál og af hverju er verið að tengja þetta saman  ??????????????

Drengirnir voru ekki skólabræður þess sem varð fyrir árásinni með kúbeininu og það mál er í réttum farvegi svo ekki blanda þessu saman.

 Engin sönnun er komin á því að þessir tveir drengir hafi lamið samnemanda sinn í FSU svo eigum við ekki bara að bíða og sjá hvað kemur út úr lögregluransókn þess máls áður en við dæmum.

Það er alveg kristaltært að ofbeldi á aldrei rétt á sér og vonandi verður réttlætinu náð fram í þessu máli sem fyrst og drengirnir látnir axla sína ábyrgð. 

Að blása upp svona mál í fjölmiðlum gerir bara illt verra.  Allir eiga þessir drengir fjölskyldur sem taka á þeirra málum eins og mögulegt er og reyna að hjálpa þeim í gegnum erfið tímabil í þeirra lífi.  Hvað vitið þið hvort þeir hafi verið á stofnun eða ekki, eða hvort þeir eru að leita sér hjálpar og vilja bæta sig ??????????  Ég veit betur og vona bara að þið fjölmiðlafólk aflið betri upplýsinga áður en þið birtið svona fréttir og særið ömmur og afa sem elska barnabörnin sín þó svo að þau hafi misstigið sig.

Er ekki allt í lagi að málin séu könnuð áður en dæmt er ????????'

Ég vil árétta það að í mínum huga á ofbeldi aldrei rétt á sér og vona svo innilega að þið sem lesið þetta lendið aldrei í því að börnin ykkar lendi á villigötum því leiðin þaðan er ekki bein og breið. Sem betur fer er oftast hægt að komast aftur á rétta braut með góðri hjálp og stuðningi en til þess þarf frið  en ekki uppblásnar fréttir í fjölmiðlum um mál sem fjölmiðlamenn kynna sér ekki nægilega vel.

KV

Móðir

Ég (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:52

3 identicon

Hverskonar rumpulýður er þetta d.......... pakk? Hvar eru foreldrarnir? Hver er  ábyrgð þeirra, ef þesir drengir eru undir 18 ára aldri? Eru þeir ekkert bótaskyldir?

Hvar eru skólayfirvöld? Skólameistari? Hvar liggur ábyrgð hans? Hann þyggur væntanlega hluta af launum sínum í formi ábyrgðar? Hættið þessum leikaraskap og fylgið málum eftir. Brottrekstur tafarlaust og þó fyrr hefði verið. Því þetta mál á trúlega óskemmtilega forsögu. Kennarar látið ekki skólayfirvöld, illa inrætta nemendur og óferjandi foreldra vaða yfir ykkur , þó að að atvinnuhorfur séu ekki góðar. Krefjist þess, að fá eftirlitsmyndavélar í hverja skólastofu. 

kolbrún Bára (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

"Að vera enginn engill og alls ekki saklaus í því máli" réttlætir ekki barsmíðar með kúbeini sem hefði getað haft í för með sér dauða, eða það sem verra er, ævilanga örkumlun.

Þráinn Jökull Elísson, 19.2.2009 kl. 21:41

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég veit bara ekki um neitt sem réttlætir eða heimilar einhverjum að fara um og berja fólk, hvorki með hnefunum eða kúbeinum. Svo einfalt er það nú bara, að þeir sem slíkt stunda þurfa á hjálp að halda, alveg klárt mál.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.2.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband