Gekk á Geitafellið í fyrsta skipti.

Þó skömm sé frá að segja, orðinn sextugur maðurinn. Búinn að taka mið í þetta fjall þúsundum skipta á radarinn, fara í hlíðar þess á vélsleðum og allt um kring, en aldrei látið svo lítið að drattast upp, fyrr en núna. Frábær ferð með góðum hópi fólks af Suðurlandi samtals 27 manns og hundstík.

Ekkert í líkingu við afrek Apa sem er stórkostlegt og verður seint jafnað, en samt...

Góður vinur minn, skipstjóri frá Grimsby vann reyndar það mikla afrek fyrir nokkrum árum á sextugasta og fyrsta aldursári að komast á tind Everest. Eftir að hafa skilið eftir í slóðinni hundvana menn, meira að segja úr hópi skipuleggjenda og leiðangursstjóra. Gríðarlega harður nagli og vel á sig kominn, en það afrek hafa ekki margir leikið eftir, skilst mér.


mbl.is Gekk í 19. skipti á Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband