23.5.2009 | 08:38
Margir munu segja "mál til komið".
Það er ástæða til að fagna því ef einhverjar aðgerðir eru fyrirhugaðar til að draga úr gríðarlegum ágangi togara í fjöruskrapi eftir ýsu hér við Suðurströndina. Það hefur hefur sannast sagna verið ótrúlegt að fylgjast með endurnýjun flotans á síðustu árum, hvar allt hefur beinst að því að sérbyggja gríðarlega öflug togskip á grunnslóðina. Dragnótaveiðar eru allt annar handleggur og beinast oftar en ekki í skarkolann. Alltaf skal LÍÚ verja ruglið, en það ætti nú ekki að vera vandamál að finna faglegar forsendur fyrir að ýta öflugustu togskipum okkar úr fjörunum?
"Á meðal brýnna aðgerða sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum er að vernda grunnslóð. Kanna á möguleika á að takmarka veiðar afkastamikilla skipa þar og inni á fjörðum frá því sem nú er. Þannig verði grunnslóðin treyst sem veiðislóð fyrir smærri báta og umhverfisvænni veiði.
Friðrik J. Arngrímsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segist óttast að önnur sjónarmið en verndunarsjónarmið geti spilað þar inn í. Friðrik segir útvegsmenn áfram um að ekki séu notuð veiðarfæri sem valdi meiri áhrifum á umhverfið en ásættanlegt er. LÍÚ hafi lengi stutt að ákveðnum svæðum verði lokað fyrir ákveðnum veiðarfærum. Menn óttist hins vegar að aðrar hvatir búi að baki en verndunarsjónarmið.
Sumir vilja hafa veiðislóðina fyrir sig og hleypa ekki öðrum að. Flatfiskur er nánast bara veiddur með dregnum veiðarfærum, botnvörpu og snurvoð, og það er allt í góðu lagi. Samt vilja menn útiloka skip frá veiðum því þeir vilja sjálfir sitja að þessu."
Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda (LS), segir ákvæðið í stjórnarsáttmálanum hljóma afskaplega vel í þeirra eyrum. Í 24 ár hafi sambandið ályktað í þessa veru og hingað til hafi árangurinn verið rýr, því stór svæði hafi undanfarið verið opnuð fyrir togurum.
Þrýstingur frá LÍÚ hefur orðið til að stór svæði hafa verið opnuð og þeir hafa haft Hafró sér til fulltingis, þar sem ekki hefur verið sýnt fram á beina skaðsemi veiðanna. Það verður seint gert ef þær eru ekki rannsakaðar. Á sama tíma og við höfum viljað ýta stórum togveiðiskipum út af grunnslóð, höfum við ályktað um nauðsyn viðamikilla rannsókna á afleiðingum þeirra veiða."
Arthúr segir LA vilja að grunnslóð verði lokað fyrir mestallri togveiði. Við erum þó ekki svo einstrengingslegir að við skiljum ekki að ýmsar tegundir megi veiða innan slóðar með snurvoð og rækjuveiði inni í fjörðum verður seint stunduð á línu."
Friðrik segir útvegsmenn búa við miklar lokanir í dag og eigi að auka á þær verði faglegar forsendur að búa að baki. Ef fara á varlega í þetta styðjum við það. Það er ekki flókið. En þessi nálgun um að banna botnvörpu þvert yfir og banna dragnót algjörlega gengur ekki.kolbeinn@frettabladid.is"
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.