11.6.2009 | 08:52
Þarf ekki að finna "bófann"?
Það er ómögulegt annað en að það verði eltur uppi "bófinn" sem lét sig hafa það að koma með makríl sem hann ekki hefur haft kvóta fyrir að landi, til sölu í fiskbúð í Hafnarfirði. Þetta er auðvitað klárt lögbrot eins og allir ættu að vita, (eða þannig) rétt eins og að það er glæpur að hirða svartfugl sem hefur drukknað í neti og setja uppá fiskmarkað, honum á að sjálfsögðu að henda, hvað annað?
En makríllinn hefur sennilega farið framhjá árvökulum augum Fiskistofumanna á stofuganginum.
Makríll með humri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta ógætilega glamur mitt um "bófann" í makrílnum varð til þess að góður vinur minn á Fiskistofu fékk "morgunógleði". Auðvitað viljum við ekki að hér sé verið að fleipra með neitt og þess vegna sjálfsagt að benda á að makríllinn er ekki kvótabundinn, ennþá. Það er hinsvegar það sem stórútgerðirnar sem hafa verið að moka honum upp í bræðslu austur í hafinu vilja fá sem fyrst. Að því fengnu verður hægt að búa til "bófa" úr sjómönnum sem fá makrílinn óvart og ekki hafa leigt sér kvóta hjá þeim stóru.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.6.2009 kl. 10:01
mikið þarft að menn "GLAMRI" um svona hluti, persónulega skammast ég mín fyrir bræðsluveiðar, þær eru glæpur gagnvart lífríki sjáfar og þjóðfélagsins í heild
Byltingar kveðjur á öllum sviðum, sjoveikur
Sjóveikur, 11.6.2009 kl. 11:53
Ég er mjög sammála því "sjóveikur" að þessar bræðsluveiðar þarna í hafinu eru okkur ekki til sóma, það þekki ég, verandi í Noregi. En við erum nú þekktir fyrir að fara okkar leiðir og í þessu dæmi, ekkert verið að gera með það þó verið sé að bræða fisk sem annars væri á þorskverði.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.6.2009 kl. 12:15
það er satt félagi, það er nú ýmislegt sem mætti færa fram í dagsljósið í sambandi við "skítfiskiríið" það eru margir munnarnir sem gætu mettast þar, og einnig mætti kíkja smá norska fluttningin af fiski til Kína þar sem hann er unnin og pakkaður og síða til Noregs aftur, skrítið þetta með miljö þar á bæ hér er webbsíða sem við erum að byggja upp og fer að verða almennilega virk fljótlega, hún er eða verður á sænsku, íslensku og ensku, og þar kem ég og fleiri til með að láta "það" flakka sem við erum með á hreinu í fiski bransanum, vona að þú getir haft "glott við tönn" annað slagið, þegar allt virkar www.icelandicfury.com og www.icelandicfury.se
Besta kveðja, sjoveikur
Sjóveikur, 12.6.2009 kl. 02:04
Takk fyrir það, ekki veitir af að geta glott við tönn að þessu helvítis rugli. Ég ætla að vona líka að þú "sjóist" svo hún rjátlist af þér sjóveikin...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.6.2009 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.