Skynsemisraddir.

Þær eru til eftir allt moldviðrið og gasprið, ein og ein skynsemisrödd. Niðurstaða þessarar skýrslu er mjög í anda þess sem ég hef talið að við sætum uppi með. Ekki vegna þess að mér finnist það frábær leið fyrir landið að fara, heldur vegna þess að ekki stendur annað til boða. Að fara þá leið að hafna öllu og setja afturendann í Breta og Hollendinga er bara ekki í boði, ef ekki á að setja hér allt endanlega á hliðina og einangra landið að mestu. Þeir sem fyrir því tala eru reyndar ekki með neinar raunverulegar eða færar leiðir útúr þessum gríðarlegu vandamálum sem Icesave hefur fært Íslensku samfélagi.
mbl.is Hagstæð ákvæði Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú að ógreiðanlegur skuldabaggi sé leið út?

Vandinn er rétt að byrja.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 06:50

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Öll lögfræðiálitin frá allra færustu sérfæðingum þessa lands. Dr. Elvíra, Prof Stefán Már, Dr. Herdís Þorvaldsdóttir, Próf Sigurður Líndal bara svo einhver nöfn séu nefnd.

 Gegn þessu stendur eitt keypt minnisblað frá manni sem stendur ekki með tærnar þar sem hinir hafa hælana. 

Sigurður Þórðarson, 24.6.2009 kl. 07:49

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hans: Ég gæti ekki verið meira sammála, vandinn er að mínu áliti rétt að byrja, því miður. En þessi skuldabaggi er þarna og það verðum við að díla við. Verðum að koma hlutunum í gang hérna aftur og það bara gerist ekki nema að semja. Svo verður að skoða þetta að þessum sjö árum liðnum.

Sigurður: Ég veit ekkert hver hefur gefið þeim "sérfræðingum" sem þú telur hér upp titilinn "færustu sérfræðingar landsins", mér finnst í öllu falli álit Jakobs Möller skynsamlegra en allt samanlagt svartagallsrausið frá "færustu sérfræðingum landsins".

Færustu lögfræðingar þjóðarinnar hafa auk þess reynst henni afar illa oft á tíðum, að ekki sé nú meira sagt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.6.2009 kl. 09:19

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hafsteinn eins og staðan er í dag stefnir í það að stjórnarandstaðan greiði atkvæði gegn IceSlave - það sem skiptir öllum máli er að nú þegar ríkir mjög mikil óvissa um það hvort þetta verði samþykkt á alþingi - hvað þá - það er stærsta spurningin í dag - EN hvaða bull var það að láta Svavar Gestsson fara fyrir þessari nefnd -

Óðinn Þórisson, 25.6.2009 kl. 10:30

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það væri nú alveg eftir öðru Óðinn, vitleysan er alveg næg á þeim vængnum til að þeir færu að hafna þessu en sjáum til.

Ég get nú ekki komið auga á að það breyti miklu hver var verkstjóri í þessum hópi, heldur hvað er á borðinu eftir hann. Það er auðvitað enginn sáttur með niðurstöðuna, en svigrúmið var ekki mikið og valið ekkert.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.6.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband