15.7.2009 | 08:13
Mikill áhugi fyrir niðurlægingunni.
Það hafa margir gaman af að horfa á fólk niðurlægja sig, það eru gömul og ný sannindi. Þess utan hafa að sjálfsögðu allir innvígðir og innmúraðir verið fyrir framan skjáinn í tilbeiðslustellingum. Æ nei takk, ekki fyrir mig. Það er nóg að lesa úr dellunni.
Davíð Oddsson setti Skjáinn á hliðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tja, sjálfur er ég vel menntaður og hef hingað til ekki talið mig auðtrúa. En mér finnst Davíð vera eini maðurinn sem segir hlutina eins og þeir eru. Án þess að vilja vera með einhverja árás á þig þá held ég að þú sért einn þeirra sem hefur bitið í sig að Davíð sé djöfull í manns mynd. Það á engin roð í rökræður við þennan mann að mínu mati.
Öfgatrúaður (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 13:04
Ertu þá að meina það sem hann segir núna eða hvað hann sagði einhverntímann, sem virðast vera ummæli sitt úr hvoru rassgatinu, oftar en ekki.
Held honum sé ekki sjálfrátt. Mér finnst ekkert djöfullegt við karlskepnuna, ég vorkenni honum bara dálítið...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.7.2009 kl. 13:15
þAÐ ER ERFITT AÐ EIGA ROÐ Í MANN Í RÖKRÆÐUM SEM ÞORIR ALDREI Í RÖKRÆÐUR
Davíð Oddson hefur ekki þorað í annað en drottningaviðtöl í mörg ár
sennilega ein 10 ár ef ekki meira.( fyrir utan stöku Kryddsíld) og sem meira er hann þarf að vera búin að lesa spurningarnar áðu en viðtalið hefst. ég held að hann sé eini stjórnmálamaðurinn í vestrænu ríki sem fjölmiðlar hafa leyft að komast upp með annan eins ládeyðu og aumingjaskap.
Ingolfur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 15:13
Mikið rétt Ingólfur. Ég hef líka oft sagt að gaman hefði verið að sjá hvernig alvöru fjölmiðlafólk mundi umgangast svona frík. Bretarnir hefðu nú ekki bundið um skeinu á pólitíkus sem hefði leyft sér svona framkomu, hann hefði verið þurrkaður út. Aldrei sést meir. Einfalt.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.7.2009 kl. 17:30
Orðaval þitt Hafsteinn, um Davíð segir miklu meira um þig en nokkurn tíman um Davíð.
Það bara vellur út út þér fúkyrðaflaumurinn í staðin fyrir að taka málefnalega á hlutuntum.
Hverju varstu ósammála sem Dvíð sagði í þessu viðtali?
Landfari, 15.7.2009 kl. 18:48
Ég hef nú þarfari hluti að gera, sem betur fer, en að sitja undir ruglinu úr afdönkuðum pólitíkus sem ekki áttar sig á að hann er búinn að gera nóg af sér. Ef þér "Landfari" líkar ekki orðalagið um snillinginn þá ættirðu að heyra margt af því sem ég hef heyrt viðhaft um larfinn. Annars getur þú greinilega látið allt flakka, þorir ekki einusinni fram undir nafni, ég ber þó ábyrgð á því sem ég skrifa, meira en sumir treysta sér til.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.7.2009 kl. 18:59
Þú hefur nákvæmlega sömu tryggingu fyrir því að ég heiti því nafni sem ég gef upp á minni síðu og ég hef fyrir því nafni sem þú gefur upp á þinni síðu.
Fúkyrðaflaumurinn lýsir hinsvegar höfundi, óháð nafni hans. Þú hefur greinilega ekki þarfari hluti að gera en stunda ómálefnalegt skítkast í nafngreint fólk.Ef svo væri heðirðu hreinlega sleppt því að vera að blogga um þetta viðtal.
Landfari, 15.7.2009 kl. 19:09
Mér hefur alltaf fundist þessi umræða um að Davíð sé svo vondur maður hálf fyndinn. Hann er góður leiðtogi og ég efast ekki um að flestir séu sammála mér í því og hann er róttækur og hann þorir. Auðvitað vill hann hafa sín viðtöl eftir sínu höfði. Hann er jú þannig maður að hann þarf að ráða.
En það er með Davíð að þegar hann talar er eiginlega ekkert að marka hann vegna þessa að hann er oft að vísa í eitthvað sem engar sannanir eru fyrir.
Davíð hefur alltaf verið umdeildur og mun alltaf verða
mkv
Kristján
Kristján (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:35
Það er ekki nokkur spurning Kristján, Davíð var frábær leiðtogi og hafði gríðarlega gott lag á að fá með sér fólk. Hann leiddi mig m.a. til margra ára. En sá tími er liðinn. Maðurinn er sjáanlega gerspilltur af þessum völdum sem hann hefur haft svo allt of lengi og ofan í kaupið er ekkert gerandi með það sem hann segir, því minnið virðist ekki sérlega gott, svo hún er mjög fyndin þessi umræða um endurkomu í pólitík. En vonandi gerir hann alvöru úr því að hella sér í pólitík, það verður gaman að sjá hversu stór hjörðin verður.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.7.2009 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.