Hvað er eiginlega í gangi?

Er það virkilegt að engar tryggingar hafi verið fyrir þessum lánum? Hvurslags endemis fífl hafa verið að véla um þetta rugl fyrir bankann? Hvar eru þeir núna? Ekki yrði ég hissa þó hann stæði eftir með Toyota og allan útgerðarpakkann eftir að hafa velt þessum hörmungum á bakið á landsmönnum og/eða kröfuhöfum í bankann.

Það væri nú þarft verk fyrir blaðið sem tók drottningarviðtalið við Magnús einhverjum mánuðum fyrir hrun, hvar fram kom að allt yrði að gulli sem hann snerti á, að rifja það upp, eða punktana úr því, svona svo fólk geti áttað sig á sjálfumgleðinni og heimskunni.


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Eflaust "ríkasti svindlari Íslands" eftir þessi viðskipti.  Ísland er fábjána samfélag, þar sem fáar útvalda fjölskyldur fá allt fyrir ekkert...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 18.8.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Og Jakob, það er með hreinum ólíkindum ef þessi Guðs-volaða þjóð trúir því að sjávarauðlindin sé best komin í höndum svona snillinga? Ég er handviss um að það væri líklegra að fólkið nyti hennar frekar ef hún væri í höndum José einhvers frá Lissabon...Hann væri líklegri til að fjárfesta í landinu fyrir arðinn af henni í stað þess að hlaupa með hverja krónu, (eða réttara sagt er pundunum sennilega ekkert skipt í krónur) í fjárfestingar í útlöndum.

Já við erum meira og meira farin að líkjast fábjánum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.8.2009 kl. 10:16

3 identicon

Nei það virðist ekki vera sama hver er, ekki var hægt að fá lán uppá 5 miljónir hjá Landsbankanum til að klára flugnám nema að veðsetja allar okkar eigur og helst meira , og hönd og fót líka. Er bara ekki að trúa þessari þvælu í þjóðfélaginu í dag.

mercury (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband