10.11.2009 | 07:43
Og hvað ??
Hvað halda útvegsmenn að þeir muni gera við fiskinn? Borða hann sjálfir eða keyra hann fyrir björg, (eins og þeir gerðu hér um slóðir um árið þegar þeir hengdu upp allan sumarþorskinn). Auðvitað getur það ekki orðið til tjóns fyrir þjóðarbúið, þó eitthvað af þessum tittum úr Eyjum mundi rata í hnífa annarra landsmanna. Þess utan er engin vandi því samfara að finna vigt á fisk FYRIR útflutning til Bretlands eða annað.
Það væri nú óskandi að menn bæru gæfu til að setja reglur um þessi mál sem gerðu það að verkum að allur afli úr auðlindinni verði meðhöndlaður með sama hætti hvað vigtun varðar, í stað þeirrar heimsku, hannaðri af Líú, að sumir vegi sinn afla hér á bryggju og þá helst án þess að draga frá allan ísinn og aðrir í Grimsby eða Hull og með þeim hætti beinlínis hvetji til útflutnings á óvigtuðu hráefni?
Sem sagt, enn einn hortitturinn úr smiðju Líú og nú frá Vestmannaeyjum. Þeir geta bara ekki gengið í takt við aðra þessir menn. En það hjálpar örugglega þeim sem eru að stjórna landinu, að þurfa bara ekki að hlusta á þetta lið vegna þess að ruglið er bara ekki marktækt???
Telja útflutning í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 1157
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og fríhöfnin Vestmannaeyjar verður úr sögunni ?
Níels A. Ársælsson., 10.11.2009 kl. 09:25
Já það má reikna með því Nilli, að eitthvað fækki fríhöfnum landsins. En ég á nú eftir að sjá stjórnvöld beygja þennan yfirgangsflokk...? Þrælsóttanum gagnvart þessu liði hefur nú verið við brugðið.
Ég sá í morgun, að hann Fannar litli hefur verið að láta ljós sitt skína í svínaflensukasti á síðunni þinni. Hann hefur örugglega verið með mjög háan hita. Hefurðu frétt hvernig honum heilsast greyinu..?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.11.2009 kl. 10:52
Við hvað er LÍÚ-deildin í Eyjum hrædd við í sambandi við breyttar vigtarreglur? Eru þeir máske smeykir við að þeim þóknanlegur vigtarskáldskapur verði úr sögunni?
Ja, Fannar garmurinn hefur, samkvæmt útskrift frá Landlæknisembættinu, verðið með stöðuga svínaflensu í a.m.k. 10 ár og batalíkur hverfandi eða alls engar.
Jóhannes Ragnarsson, 10.11.2009 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.