Aukning aflaverðmætis...?

Hverslags reiknikúnstir eru það að geta fundið út að 19% HÆKKUN Í ÓNÝTRI FLOTKRÓNU á milli ára, sé eitthvað að gera fyrir flotann? Þetta er ekkert minna en hrun, enda er veruleg lækkun afurðaverðs á flestum mörkuðum. Hvernig væri nú, að "moggaræfillinn" setti einhvern sem kann að reikna eða matreiða hlutina, í það að finna út réttar stærðir í málinu?
mbl.is Aflaverðmæti eykst milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég hef lengi furðað mig á allri framsetningu í dagblöðunum á tölum er varðar sjávarútveginn. Svo maður tali nú ekki um þessu endalausa rausi um breytingar í aflaverðmæti á milli mánaða miðað við sama tíma í fyrra sem segir akkúrat ekki neitt.

Þá hefði mátt koma Þessari frétt fyrir í einni málsgrein; að veðmæti sjávarafurða hafi lækkað um 20% á milli ára á föstu verðlagi, en vegna gengishruns íslenski krónunnar þá borgar íslenskur almenningur mismuninn og gott betur með hærra vöruverði og lægra metnu vinnuframlagi þeirra. Því er rekstrarreikningur stórútgerðarinnar þrútinn þessi misserin þó efnahagsreikningurinn sé á hafsbotni. 

Atli Hermannsson., 17.11.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband