Fréttir af Grindvíkingum...

"Grindvíkingar stórhuga"


Grindvíkingar kynntu í gær á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum stórhuga framtíðar atvinnuuppbyggingu þar sem boðið verði upp á orku og nægt landrými fyrir áhugasöm fyrirtæki. Þetta séu nýjar varnaraðgerðir vegna mikillar óvissu í sjávarútvegi.

Orka, umhverfi og hagkvæmni eru lykilorðin í framtíð atvinnuuppbyggingar í Grindavík en heimamenn eru afar ósáttir við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og horfa nú fram á veginn á annað en sjávarútveg. Þar sé ríkisvaldinu ekki treystandi.

Ólafur Örn bæjarstjóri Grindavíkur flutti erindi þar sem hann lýsti áformum heimamanna um varnaraðgerðir vegna óvissu í sjávarútveginum.

"Við erum að bregðast við þessari óvissu með nýju útspili í atvinnumöguleikum hér í Grindavík. Við erum að skipuleggja stór iðnaðarsvæði og ætlum okkur að nýta orku hér í okkar landi. Það eru fyrirtæki sem hafa verið í sambandi við okkur, m.a. eitt mjög stórt og önnur minni þannig að málið er komið af stað. Við munum fara í öfluga markaðssetningu á Grindavík út frá þessum þætti og beina henni til fyrirtækja sem þurfa orku og landssvæði.

Það er stefnt að því að vinna þessi mál í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja. "Við viljum sjá uppbyggingu atvinnusvæði hérna megin á skaganum líka. Aðalatriðið er að bregðast við óvissu ástandi í sjávarútveginum. Við erum neyddir til þess.Ekki hafa stjórnvöld létt okkur lífið eftir niðurskurðinn þar og þess vegna þurfum við að taka nýjan vinkil í okkar framtíðaruppbyggingu."

 Svona hljóða fréttir gærdagsins af þeim grönnum okkar í vestri. Ólík eru nú efnistökin hjá þeim eða okkur, hér grenja menn úr sér augun yfir að vera að leggja á hilluna áform um Álbræðslu (sem reyndar var aldrei neitt nema froðan) en ég sé ekki neinn harmagrát í þessari frétt og hvergi minnst á Álver. Auðvitað er hægt að draga að sér eitthvað í staðinn fyrir sjávarútveginn, allavega á þessum svæðum hér í kringum höfuðstaðinn...


Tæpast vonbrigði.

Þetta eru nú varla svo mikil vonbrigði, nema fyrir þá fáu sem hafa verið að trúa á þessa froðu bæjarstjórnarinnar. Við hin erum bara ekkert undrandi og pollróleg vonum við að það reki á fjörurnar eitthvað raunhæfara ....og raunar áhugaverðara.
mbl.is „Gífurleg vonbrigði að fá ekki orku í álver”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nátttröll....

Vesalings kallinn, hann bara kann ekki að vera utan vallar....Shocking ..það er reyndar einn hlutur sem hægt er að þakka Framsókn og það er Íbúðalánasjóður. Sennilega hefði íhaldinu tekist að slátra honum á síðasta kjörtímabili ef frammarar hefðu ekki staðið vaktina um hann, enda þeim málið skilt, þar sem þeir eru með einn "eftirlauna" þar í forsvari.....
mbl.is Guðni: Forsætisráðherra er daufur og sinnulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhætt að fullyrða.

Það er alveg óhætt að fullyrða, að vonbrigði Rannveigar Rist eru lítil miðað við vonbrigði þeirra sem voru búnir að láta selja sér áætlanir um Álver í Þorlákshöfn. Við sem höfum marga fjöruna sopið varðandi stóiðjuumræðu í Þorlákshöfn, sem hefur komið upp mjög reglulega í aðdraganda kosninga, erum hinsvegar pollróleg og látum engu ljúga í okkur lengur...Angry
mbl.is Rannveig Rist: Ákvörðun Landsvirkjunar vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður....

Ég skrifaði í gær að það væri eins og Birgir hefði lag á að gera það sem þyrfti þegar hann væri kominn útí horn og það er enn að sannast. Hann þarf auðvitað að halda haus út mótið, en afar ólíklegt er að hann geri einhverja glennu í þessari stöðu...Smile
mbl.is Birgir Leifur: „Stefán Már gaf mér fín ráð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslæm frétt.

Þetta eru vægast sagt vond tíðindi, það verður ekki annað sagt. Rooney hefur verið í góðu formi í síðustu leikjum og skorað grimmt. Það vill til að hópurinn er breiður en það er engu að síður erfitt að fylla skarð Rooneys.Frown
mbl.is Rooney frá keppni næstu fjórar vikurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringnum lokað.

Þar með hefur græðgisvæðing Vinnslustöðvar verið fullkláruð og ástæða til að votta afar naumum minnihluta sem reyndi að verjast græðginni, samúð....Woundering
mbl.is Samþykkt að óska eftir afskráningu Vinnslustöðvarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar mikilvægt.

Steve Coppell virðist, eins og hér kemur fram, vera sammála  Sir Ferguson varðandi þessi mál. þetta er svo sem gamalt umræðuefni, en sígilt, því að það er skoðun margra að án einhverrar bremsu á fjölda erlendra leikmanna í enska boltanum þá haldi landsliðið áfram að drabbast niður. Við getum sett okkur í sporin, ef stærstu klúbbarnir hér væru aðallega mannaðir útlendingum. Það er ekki líklegt að það gæfi af sér björgulegt framlag í landslið, (nóg er nú samt að margra mati) eða unga menn til að flytja til erlendra liða heldur?
mbl.is Coppell styður kvóta á erlenda leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir koma að gagni.

Það er óhætt að segja að það liggur alltaf eitthvað eftir laganna verði þegar þeir eiga leið um hérna í fásinnið, það er bara allt of sjaldgæft. Það er mála sannast að það kæmi vel inná radarinn þeirra ef þeir sætu hérna eins og vikutíma, af og til einhverja seinniparta og helgarnar.

En ansi er tilkynning "þvagleggs" laumuleg við að koma því að í málinu, að hér sé ekki um hreinræktaða úr þykkvabænum eða Selfossi að ræða. "Verður yfirheyrður þegar náðst hefur í túlk"....Shocking Það þarf ekki að velta lengi fyrir sér hvað er hér um að ræða.

En "by the way", hvaðan voru dóphausarnir ættaðir, sem teknir voru hér í hópum í síðustu ferð til Þorlákshafnar......?


mbl.is Landi gerður upptækur í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður!!

Það er eins og Birgir komi inn með það sem þarf þegar hann virkilega er kominn útí horn. Góður dagur hjá honum og nú er að halda haus og klára þetta....
mbl.is Birgir Leifur ætlar sér að komast alla leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband