3.9.2008 | 09:22
Aukning á ýsuveiðum.
Það hefur nú "kostað klof að ríða röftum" í þessu máli og ekki allt mjög hagfellt framtíðinni. Fyrir það fyrsta er nú ekki nokkur vegur að bera saman síðasta ár við önnur hvað flotan varðar sem í ýsuna sækir. Öll endurnýjun síðustu ára á "bátaflotanum" hefur farið í að smíða og flytja inn notaða óvígan her af togurum sem beitt er í fjörur hér við Suðurströndina, hvar allt er opið, sumstaðar uppí sand fyrir dragnótina.
Þessi skip eru kölluð bátar og eru að koma inn fyrir báta, en hafa afköst við veiðar eins og "minni" togararnir höfðu milli '70 og '80 og það þótti ekki ástæða, eðlilega, til að beita þeim í fjöruskrap uppá 3 sml. heldur hafa þeir fiskað utan 12 mílna, þar til nú að farið er að stytta þá og "skrá niður" vélarafl til að koma þeim á grunnslóðina líka, með hinum togurunum. Ég fullyrði, að þessi dapurlega þróun á eftir að bíta illilega þegar fram líða stundir.
Annað sem ekki hefur verið hagstætt framtíðinni eru veiðar stærstu línuskipa uppí fjörugrjót víða þar sem þeir hafa verið að berjast við að ná ýsu vegna niðurskurðar í þorskkvóta. Þar hefur meðaflinn oftar en ekki verið afar smár þorskur sem ekkert erindi á á krókana, hvort sem hann fer ofaní lest eða fyrir borð aftur. Það hefði verið hagfelldara að hafa þorskkvótan stærri, eins og fullt tilefni er til, enda nægur þorskur um allan sjó, svo þessi afkastamiklu línuskip gætu verið að gera það sem þau eru best í, að fiska þorsk á dýpra vatni.
Til þess að koma öllu þessu í kring var farið niður með lengdarviðmið ýsunnar varðandi hvenær lokað er fiskislóð þar sem skipin eru að veiða ýsu. Sem þýðir aftur að megnið af þessari ofsaveiði af ýsu hefðum við aldrei fengi frið til að stunda hérna áður fyrr, það hefði öllu verið lokað fyrir veiðum. Ég er hinsvegar ekki að segja að sú breyting sé alvond, en samfara þessari togaravæðingu grunnslóðarinnar er hún afleit.
Það væri hægt að fara miklu dýpra í þetta mál en tími er til eða staður hér á blogginu og vonandi verður það gert einhversstaðar, en það er ekki mikill sómi að þessari umgengni um auðlindina, því miður.
![]() |
Íslendingar aldrei veitt meira af ýsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 4.9.2008 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 13:52
Þetta eru nú meiru grínararnir.
Ég ráðlegg blaðamönnum sem vantar eitthvað til að skoða í "gúrkunni" að setjast yfir þetta mál. Skoða hvað er verið að gera og hvernig hlutirnir verða til. Það væri líka hægt að vísa þeim á aðila til að tala við, (auðvitað undir nafnleynd) sem sagt þarna er rosalega daunillur haugur en enginn svo mikið sem lyftir fingri, samanber þessa litlu "frétt" hérna, sem segir nánast ekki neitt og er bara tilkynning frá þessari förðunarstofu.
Hrikalegt andskotans svínarí sem hefur verið útbúið með fulltingi gagnslausrar sjómannaforystu og er að flæma í land allt nothæft fólk sem getur haft að einhverju að hverfa.
![]() |
Enn hækkar fiskverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 09:46
Sögulok í þeirri endalausu.
![]() |
Sir Alex: Berbatov einn besti framherji heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 08:17
Ekki nóg að vilja losna.
Hann situr einfaldlega fastur í gildrunni og verður annaðhvort að þrauka og skera niður í öðru hjá sér, eða að naga af sér löppina og borga 500 kall með græjunni, sem hann fær sjálfsagt að láni einhversstaðar?
En það er talsverð ábyrgð þeirra sölusnillinga sem eru búnir að vera að ryðja út bílum, oft á tíðum undir óharðnaða unglinga, sem allir vilja vera eins og sá næsti sem fékk bíl og svo situr allt fast. Því auðvitað getur bíll aldrei orðið annað en bullandi kostnaður, sem er ekki endilega það sem allir ráða við.
![]() |
Með bíl sem lækkar en lánin hækka enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2008 | 08:03
Hefði nú kannski staðið einhverjum nær?
En það er sama hvaðan gott kemur og þetta er alveg frábært framtak hjá honum Ólafi. Ég á nú kannski erfitt með að bæta miklu við mig frá MJÓLKU, vegna þess að hér er nú þegar alltaf reynt að taka vöru þaðan, en vonandi verður það nú útkoman úr þessum gjörningi, að fólk láti fyrirtækið njóta framtaksins.
Til hamingju með þetta Ólafur, þú ert örugglega maður vikunnar.
![]() |
Fékk styrk til að leysa út vélarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 21:53
Væri ekki betra hjá Björgólfi.....
![]() |
West Ham selur McCartney til Sunderland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 2.9.2008 kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2008 | 12:51
Eru ekki þrír alveg nóg?
![]() |
Vill fjóra stóra banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.8.2008 | 17:44
Hann slær ekki feilhöggin hann Moore.
![]() |
Segir Gústav sönnun þess að Guð sé til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2008 | 17:38
Það er vonandi hárrétt túlkun.
![]() |
Berbatov ekki í leikmannahópi Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 17:35
Shaun-Wright Phillips.
![]() |
Shaun Wright-Phillips skoraði tvö í fyrsta leiknum með City |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
baldurkr
-
hallgrimurg
-
solir
-
jakobk
-
gretarro
-
sailor
-
hallibjarna
-
framtid
-
sisshildur
-
king
-
siggith
-
start
-
helgigunnars
-
villialli
-
himmalingur
-
drum
-
gisgis
-
hallidori
-
xfakureyri
-
ferskur
-
gisliivars
-
johnnybravo
-
peturorri
-
baldvinj
-
bjarnihardar
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
bleikaeldingin
-
fruheimsmeistari
-
gudrunmagnea
-
gustav
-
reynzi
-
zeriaph
-
gattin
-
seinars
-
siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar