Með því besta sem þeir hafa sýnt í vetur.

Þessi leikur var svo sannarlega leikur kattarins að músinni. Mínir menn fóru á kostum og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. það er vonandi að þeir haldi þessum level til enda, þá þarf varla að binda um skeinu hjá keppinautumum þrátt fyrir endurkomu Arsenal í dag, sem voru auðvitað snilldartilþrif
mbl.is Manchester United vann öruggan sigur á Aston Villa, 4:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

David Ibison í Seðlabankann.

Kannski að það væri hægt að nota Ibison þennan í staðinn fyrir eitthvað af afdönkuðu pólitíkusunum í bankanum. Hann mundi örugglega hafa meira vit að leggja til málanna en margir þeirra sem þar eru núna. Hann virðist allavega ekki tala í gátum, hálfkveðnum vísum eða fótboltafrösum.
mbl.is Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenalmenn í stuði.

Það verður ekki á þá logið seiglunni Arsenalmenn. Það er aldrei gefist upp, það er ekki að ástæðulausu að þetta lið er í toppbaráttu ár eftir ár, það er á hreinu. Ég var reyndar búinn að reikna með að þetta væri tapað í hálfleik. Hætti að horfa þar. Kem svo að tækinu aftur í leikslok og leikurinn unninn. Ótrúlegt, til hamingu með þetta Arsenalmenn það er hægt að taka ofan fyrir þessu...Whistling
mbl.is Ótrúlegur sigur hjá Arsenal - Derby fallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi hefði ekki hitt fyrir löggu hér.

Það er "næsta víst", (eins og maðurinn segir) að hún hefði ekki þvælst fyrir honum löggan hérna á mínum slóðum. Það er nefnilega afar sjaldgæft að rekast á menn félaga "þvagleggs löggu" á þessu svæð, algerar undantekningar. þrisvar hef ég séð hér lögreglubíl það sem af er árinu, þetta er bara eins og fríríki hvað löggæslu varðar og það kann ekki góðri lukku að stýra, finnst flestum held ég. Við erum sem betur fer afar elsk að lögunum hérna. það er helst að laganna verðir nái kellingum beltislausum að skjótast milli húsa að morgni dags, jafnvel með símann, sem auðvitað er ekki gott....Police
mbl.is Ölvaður á 194 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar góðar fréttir.

Scholes hefur lengi verið lykilmaður í þessu liði og er rosalega mikilvægt ef hann er að detta inn akkurat núna í toppformi. Ferguson fer ekki með neitt fleipur þarna frekar en fyrri daginn.
mbl.is Alex Ferguson: Scholes mun leika lykilhlutverk á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann verður nú að klára söguna.

Það verður að finna dylgjunum einhvern stað, hann á nú ekki að komast upp með að sletta smjörklípum út og suður, tala í hálfkveðnum vísum og fótboltafrösum. Nú þarf hann að koma með eitthvað handfast um hvað hann er að tala, svo allir viti hverjum hann er að sneiða að, það getur enginn "seðlabankastjóri" leyft sér að tala í svona gátum.

Kannski þarf að fara að hleypa út af þessu pólitíska elliheimili og setja þarna inn menn sem hafa einhverja þekkingu á peningamálum?


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er meira en heilbrigðisráðherra getur sagt.

Hann Guðlaugur Þórðarson hefur ákveðið að bakka upp hrokagikkinn Árna Mathiesen. Það er full ástæða til að vorkenna kallinum þá afstöðu því hún bendir til að hann sé ekki mikið betur á vegi staddur. Þessa síðustu ósvinnu á alls ekki að koma "gikknum" upp með og það þarf öll þjóðin að sameinast um að losna við óværuna Árna Mathiesen.

Það er álíka verðugt verkefni og þjóðarsáttin sem Bjarni Harðar er að kalla eftir.


mbl.is Ber fullt traust til umboðsmanns Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf enginn að halda að hrokagikkurinn biðji afsökunar.

Aldeilis fráleitt að láta sér detta það í hug. Af einhverjum ástæðum er honum alveg nákvæmlega sama hvað fólki finnst um hans gerðir, sem að sjálfsögðu bendir til að hann sé búinn að finna annað starf. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu....Angry
mbl.is Telja að ráðherra eigi að biðja umboðsmann afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það virðist alveg dagljóst Magnús.

Það eru langflestir á þeirri skoðun, að þetta sé vanhugsað skref varðandi samgöngur Eyjamanna, en Elliði og hans lið í Eyjum eru með þessa hugmynd á sinni könnu, þetta eða göng og ég get nú ekki séð hvernig því verður snúið núna á síðustu metrunum. Það er nú eitthvað sem hefði þurft að vinna í fyrir einum samgönguráðherra síðan eða svo. Allt komið á fulla ferð og það verða bara allir að dansa með.
mbl.is Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir skemmta sér yfir þessu strákarnir.

En það er nú ekki öllum skemmt. Þó þarna sé verið að skrifa um fjármál landsins í gamansömum tón, þá er alvara undirliggjandi. Það er alveg ómögulegt annað en einhverjum fleirum en Samfylkingarfólki í ríkisstjórninni sé hætt að standa á sama um útganginn á "flotkrónuvesalingnum"

Er nú ekki gæfulegra að ganga til viðræðna við ESB á okkar forsendum en að verða tekin uppí skuld....:-)?


mbl.is Íslandi bjargað!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband