Færsluflokkur: Bloggar

Benitez atvinnulaus?

Þar sem er reykur þar er eldur. Þrátt fyrir stöðugan kjaftagang um að hann sé hugsanlega á leiðinni frá liðinu er það jafnharðan borið til baka, en þessi frétt er nú bara að staðfesta það að einhver ólga er undir niðri.

Þá vantar mann hjá Newcastle, hann gæti hugsanlega millilent þar í eins og ár eða svo?


mbl.is Liverpool ræddi við Klinsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuöryggi hjá Newcastl.

Það er nú ekki víst að þessi peningapúki ríði feitum hesti frá þjálfaramarkaðnum nú um stundir. Það virðist sem menn séu ekki til í að hoppa uppí vagninn til að verða reknir um hæl.
mbl.is Ashley: Mistök að reka ekki Sam strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárþurrkan.

Hann hafði nú kannski ekki mikla ástæðu til að tryllast í hálfleik, þeir áttu fyrri hálfleikinn líka þó ekki kæmu mörkin, það var greinilega bara spurning um tíma
mbl.is Ferguson skammaðist í hálfleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómaraskipan Árna Matt.

http://www.domaraskipan.net/.  Hér þarf að gefa aðeins inn, ekki veitir af.

Svaka leikur.

Rosalega fínn leikur hjá mínum mönnum og það má mikið vera ef þeir eiga ekki eftir að skora meira en þessi tvö mörk. Ronaldo hreint magnaður skemmtikraftur í leiknum, stórkostlegur leikmaður....Whistling ..en leikurinn er nú ekki búinn, fagna að leikslokum.
mbl.is Sex mörk og Man.Utd á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er laukrétt.

Það getur ekki sannara verið. það verða að vinnast titlar, en til þess þarf meiri stöðugleika á stundum. Svo sem engin ástæða til svartsýni, aldeilis ekki, en það má aldrei slaka á það eru allir leikir svo mikilvægir....Smile
mbl.is Ronaldo: Verðum að vinna titla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðsjárverðir tímar.

Það er alveg orðið gamanlaust þetta ástand, bæði í Reykjavík og annarsstaðar, illfært jafnvel tveir saman á götunum að nóttu til. Það má mikið vera ef það er ekki full ástæða til að taka þennan lýð fyrr úr umferð, þ.e. að þyngja dómana og setja þá í grjótið strax í stað þess að sleppa þeim strax á göturnar aftur og aftur þangað til þeir hafa barið nógu marga til að fara loksins í Steininn.

Það er hinsvegar gott til að vita að þessir drullusokkar voru ekki úr Skagafirðinum eða Þykkvabænum heldur "útlendingar", það er nú allur munurinn.


mbl.is Ráðist á lögreglumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar raunsætt mat.

Mannréttindanefndin hefur greinilega ekki kastað til höndunum í sinni vinnu og þessi samandregna niðurstaða sem hér birtist er trúlega eins og tekin af vörum meirihluta íslensku þjóðarinnar, eða þannig virðist mér það vera. Til hamingju Ísland.
mbl.is Útfærsla kvótakerfis gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný bóla?

Nei ekki alveg, hann er oftar en ekki margsaga og það er með ólíkindum að þjóðin skuli enn hafa þær "skyldur" við hann að setja undir hann ráðherrastól. En það er ekki að spyrja að langlundargeði "sjálfstæðs" fólks á Íslandi..Sick
mbl.is Segir rangfærslur í yfirlýsingu Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha,ha...

Það er eðlilegt að konan hafi þurft að "vinna úti" á kvöldin ef framfærsluaurinn hjá honum hefur farið í vændiskonur....Allt lendir nú inná fréttastofum...Shocking
mbl.is Hitti konuna í vændishúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1455

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband