Færsluflokkur: Bloggar

Enn ein vísbendingin.

Enn einusinni er að koma á daginn hversu gott nef Jón Ásgeir hefur fyrir "business". Það er ólíklegt að hann hefði getað fundið betri mann í stöðu stjórnarformanns Glitnis en Máa, við þær aðstæður sem nú eru. Maðurinn enda margreindur og afskaplega fylginn sér við það sem hann er að sýsla á hverjum tíma og ekki nokkur vafi, að hann á eftir að fá tennur til að glamra víða þegar hann fer af stað með hnífinn, það verður engin aukafita á þessum skrokk þegar Mái hefur snyrt hann.

Mikið held ég að það væri annað landslag í þessu fyrirtæki ef áform þeirra félaga, Jóns Ásgeirs og Máa hefðu gengið eftir um árið, þegar þeir voru nærri búnir að ná þarna undirtökunum en voru stöðvaðir af m.a. þáverandi "aðal". Ég er illa svikinn ef Agnes á ekki eftir að fá tilefni til að rifja upp þá sögu á góðum degi.

Til að átta sig á hversu öflugur Mái er, þarf ekki annað en að virða fyrir sér hvernig hann hefur náð að spila með stjórnvöld á hverjum tíma við að láta útfæra "kvótakerfi Framsóknar og andskotans" eftir þörfum sínum og Samherja. Það væri hægt að rekja þá sögu í löngu og leiðinlegu máli, en Máa hefur tekist með gríðarlegum dugnaði og klókindum að snúa öllum leikreglu kerfisins sér í hag og auðvitað hafa svo fleiri orðið stórir í leiðinni.

Það er hinsvegar ekki við þá sem hafa náð að stjórna ráðamönnum á hverjum tíma, eins og Máa, að sakast, hvernig kvótaófreskjan er búin að fara með sjávarútveginn í landinu, þeir ganga auðvitað alltaf eins langt og þeir komast við að vefja "bláeygum kjánum" um fingur sér til framdráttar sínum rekstri. þjóðin valdi hinsvegar Halldór Ásgrímsson, að ógleymdum Þorsteini Pálssyni, sem náði nú sennilega að ganga endanlega af allri einstaklingsútgerð í landinu dauðri, (þó það taki nokkur ár að virka) til að fara með sín mál svo við verðum bara að horfa framan í það og byrja bara uppá nýtt.

En hluthafar Íslandsbanka geta verið kátir með nýja stjórnarformanninn og ég spái stóbættum rekstri og sameiningu, einni eða fleirum, undir stjórn Máa. Þó ég hafi ekki legið á áliti mínu varðandi yfirgang hans í sjávarútveginum þá nýtast þeir gallar eða kostir hans þarna, það geta hluthafar bókað. Ég mundi liggja á bréfum í Íslandsbanka í bili.

 

 


mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Kemur illa út fyrir geranda"

Já það má nú segja að svona hugsunarháttur komi ekki vel út fyrir þann sem gerir. Hver sem tilgangurinn hefur verið, þá liggur örugglega ekki nein góðmennska eða ræktarsemi þar að baki. Það verður að teljast undarlega innréttaður einstaklingur sem mætir á þennan viðburð með slíkt hugarfar og er vonandi að hann fái bót meina sinna, áður en hann gerir eitthvað af sér sem erfitt verður að bæta fyrir.

Kannski er hér um einstaklega fíflalegan og misheppnaðan brandara að ræða, en hvernig sem á er litið þá er þetta áhyggjuefni, eitthvað sem gefur ástæðu til að herða róður í áróðri og fræðslu til fólks um hvernig ekki á að koma fram við "bræður og systur".....Crying


mbl.is Byssukúla skilin eftir á flyglinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú lá ég íðí.

Þetta er nú vitlausara en hægt var að láta sig dreyma um. Ég er búinn að veðja á það allar götur síðan Láfi tók við sem borgarstjóri að gamli misgóði Villi mundi aldrei verða borgarstjóri aftur og nú kemur þetta??? Ég ætla að þrjóskast við og veðja á þetta áfram, allt þar til að ég horfi á það gerast að gamli misgóði verði krýndur stjóri.
mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Max er örugglega enn sælli með þau.

Það er líklegt að sonurinn sé enn hamingusamari með tútturnar en Christina. Vonandi að hann njóti þeirra sem lengst...Shocking


mbl.is Alsæl með stóru brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlent fjármagn í sjávarútveginn.

 

Hlynntur erlendu fjármagni í sjávarútveginn


"Kristján Þór Júlíusson, fyrrv. bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vill hleypa erlendum fjárfestum inn í sjávarútveginn.

Í fréttum Ríkisútvarpsins segir hann það vera gott fyrir allan atvinnurekstur að hafa sem frjálsast aðgengi að fjármagni.

Hann segir enga ástæðu til að ætla annað en erlent fé geti gagnast í sjávarútvegi eins og í öðrum atvinnugreinum.

Ennfremur vill hann setja hömlur við því að fiskur sé fluttur úr landi óunninn. Hann eigi að vinna innanlands og skapa þannig verðmæti."

Hér er frétt sem upphaflega kemur í "Bæjarins Besta" og ég tók uppúr "Interseafood". Það má nú segja að það rúmist margar skoðanir í þessum flokki. Hryllingssmiðir flokksins, þeir sem harðast tala gegn Evrópusambandsaðild nota fiskimiðin sem aðalástæðu þess að innganga geti aldrei orðið, en svo vilja aðrir bara selja pakkann, en auðvitað ekki ganga í sambandið. Það er ekki gott að átta sig á hverju á að taka mark á...?Shocking...

En auðvitað vita allir að þeir sem raunverulega ráða í flokknum hans Kristjáns krefjast aðildar að EB og Evru á endanum...Whistling


Sjálftaka fjármuna.

Í almenningshlutafélagi getur það varla nokkurntíman verið hagur hluthafa, að stjórnendur gangi um hagsmuni hluthafa með svona ræningjahætti eins og tíðkast hefur í flestum þessum félögum, aldeilis fráleit vitleysa. En við verðum að treysta Vilhjálmi til að hræra upp í þessu gruggi og láta kné fylgja kviði, þannig að það náist að knýja fram vitrænt regluverk eða einhvern ásættanlegan siðferðisþröðskuld í þessum málum.


mbl.is Segir kauprétti ekki hag hluthafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmmm...já.

Veit ekki með fréttina,hún er náttúrulega sorgleg, það er þetta með Eyrarbakkaveg og Þorlákshafnarveg...?
mbl.is Árekstur við Eyrarbakkaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsækið og gott framtak.

Það eiga allir sem nálægt þessari skemmtan komu þakkir skyldar, skemmtikraftar sem gestir. Það koma í hverri viku fréttir af fordómum og kynþáttahatri meðal okkar sem verður með öllum ráðum að reyna að stöðva. Upplýst umræða og áróður er vísasti vegurinn til að gera gagn við það og þessir tónleikar hljóta að vera gott innlegg í þá umræðu.

Það geta allir sem að komu verið stoltir af.


mbl.is Sungið gegn fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa ekki mikið að gera í þeim þingflokki?

Það er ótrúlegt að hafa ekki brýnni verkefni að sinna en að velta sér uppúr borðleggjandi staðreyndum sem Össur þessi setur frá sér á blogginu? Ég hitti ekki fyrir nokkurn mann, hvar í flokki sem þeir standa, sem ekki eru sammála Össuri, hvert er eiginlega málið? Er það málið að vegna þess að Össur er að vinna með flokksbræðrum þessa "pólitísks andvana ungstirnis" þá megi hann bara ekki undir neinum kringumstæðum segja það sem alþjóð finnst?

Ég hef ekki heyrt betur en að bæði Ingibjörg og Geir hafi viljað aðskilja þessa borgarmálaumræðu því sem verið er að gera við stjórn landsins og ég held nú að undirsátarnir ættu að halda sig við þá skilgreiningu, annars er voðinn vís.


mbl.is Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þótti nú fáum mikið.

Það er mála sannast og um það tjáðum við okkur allmargir m.a. hér á blogginu í haust, að það var ekkert minna en galið að gefa út þennan byrjunarkvóta í haust. Ekkert lá að baki þeirri úthlutun annað en mælingar á ungloðnu frá hausti 2006.....??Shocking Ætli ekki hefði verið heppilegri vinnubrögð að geyma sér að úthluta, taka einhver skip með sér til leitar og gefa svo út heimildir á grundvelli þess sem tækist að mæla? Nei þarna verður, eins og svo víða þar sem LÍÚ er látið ráða för, vitleysunni allt að vopni og nú sitja allir þeirra umbjóðendur í skítnum uppí eyru.

Auðvitað er málið grafalvarlegt, en sem betur fer eru fleiri fætur undir þessum flota en voru fyrrum við sömu aðstæður og svo þekki ég nú illa til ef ekki verður komið til aðstoðar með einhverjum hætti.

En Norðmenn geta brosað útað eyrum, enda fengu þeir sinn hluta af þessum vitlausa byrjunarkvóta og náðu góðum hluta hans..Angry


mbl.is Veiðum hætt á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 947

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband