Færsluflokkur: Bloggar

Hvað ætli þurfi mikinn hluta þjóðarinnar til að fá málið rætt?

Það auðvitað endar með því að við verðum að skoða hvað er í þessum pakka. Það þarf allavega að ræða hverju er hægt að landa þarna í samningum. Sérstaklega er það aðkallandi núna ef það er ljóst að við getum ekki skipt út krónunni öðruvísi, það held ég að margir sjái fyrir sér akkurat núna.
mbl.is Stuðningur við ESB rúm 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki vitleysa hjá kallinum?

Ættann ekki að selja meðan eitthvað fæst fyrir sjoppuna? Ef þarna eru olíufurstar með aura þá ætti hann að stökkva á dílinn, skratti held ég að margir yrðu ánægðir...Smile
mbl.is Hicks segist ekki ætla að selja Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru röskleikamenn.

Það er ekki að þeim að spyrja í löggunni, það hefði nú reyndar einhver getað haldið að ekki ætti að þurfa allan þennan tíma til að finna út hversvegna hurðinni var ekki læst og ekki heldur geymslu með flóttaköðlum. Það er hinsvegar ekki fyndið í þessari glæpasögu allri að það er eins og fyrri daginn, enginn ábyrgur. En Stefán segir okkur að málið verði skoðað meira og menn jafnvel "áminntir um sannsögli", og beðnir um að spyrja næst, hvað á að gera við kauða.....Shocking
mbl.is Rannsókn á flótta lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæfari að verða klár.

Sagan í kringum kaupin á þessum bát og allt sem hefur fylgt er auðvitað með algerum eindæmum. Það sem hinsvegar stendur uppúr er að líklega eru Grímseyingar að fá fínan bát til þeirra nota sem þeir þurftu á að halda og sennilega endist hann um þó nokkra framtíð

Hinsvegar ólmast fjölmiðlarnir við að gera málið vandræðalegt og núna síðast í fréttum ríkissjónvarpsins, hélt einhver snillingurinn í líki fréttamanns því fram að það hefði verið mun ódýrara að láta smíða nýtt. Það er hinsvegar margbúið að koma fram, að það hefði kostað samkvæmt áætlunum 700 milljónir + að byggja nýjan bát en Sæfari endar í 500 millum.

Þeir mega hinsvegar reyna að grafa upp þann eða þá sem bera ábyrgð á stórgölluðum áætlunum í upphafi og hvernig í veröldinni menn gátu komist að þeirri niðurstöðu að þetta dæmi mundi kosta 150 milljónir, þeir sitja væntanlega allir í stólunum ennþá...Shocking


mbl.is Sæfari settur á flot á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Rosalega sterkur"

Það er gott að hann er sáttur við andlegan styrk sinn, (ég hef nú heyrt marga sjálfstæðismenn kenna þetta meira við heimsku) er ekki viss um að allir séu jafn vissir, en ok. En að hann hafi verið "að lenda í einhverju" sem hann ekki á skilið er svakalegur umsnúningur á staðreyndum. Það er alveg hægt að fullyrða það, að hvar sem væri í heiminum, þ.e.a.s. í lýðræðisríki, væri búið að pakka þeim misgóða saman til varanlegrar geymslu á öskuhaug gleymskunnar.... 

Svo gamli misgóði Villi þarf ekki að kvarta undan neinu hér...Angry


mbl.is „Hef hvorki brotnað né bognað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha,ha,ha, ákveðin niðurstaða?

Hvað er stúlkukindin að fara? Hver er niðurstaðan? Þetta er meira bölvað ruglið allt saman, ef þetta er niðurstaða þá verður einhverntíman kátt í höllinni, það á örugglega eftir að vega mann og annan í slagnum um forystuna þarna. Verði þeim að góðu. Þessi staða gefur hinsvegar klárlega sóknarmöguleika fyrir aðra, nema kannski Láfa greyið.
mbl.is Styður yfirlýsingu Vilhjálms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalega flott kennslustund.

Kannski getur Keegan notað upptöku af leiknum til kennslu, honum var vorkunn kallgreyinu, eftir að Man U fóru virkilega í gang var algerlega labbað yfir sveina Keegans. Það er ljóst að hann hefur tekið að sér risaverkefni þarna og vandséð að nokkuð vit fáist í þetta lið hans á þessum vetri sem senn er á enda.
mbl.is Man. Utd lék Newcastle grátt, 5:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver skynsemi að verða til á þessum bæ?

www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item193646/

Hér er frétt af RÚV í dag og það er ekki hægt að skilja þessa yfirlýsingu Ólafs Karvels Pálssonar öðruvísi en að það sé eitthvað í gangi hjá Hafró. Víð erum margir sem höfum kallað eftir breytingu sem þessari og allavega til að byrja á, að banna flottrollið í landhelginni nema bara við kolmunnaveiðar, það verður að láta þessa stofna njóta vafans. "Guð láti gott á vita".


Hallgrímur Helgason, tær SNILLD!

 Hér er pistill Hallgríms úr Fréttablaðinu í dag, þetta verður varla sagt betur.
"Við skulum ekki dæma
Vikan hófst með afsögn ráðherra jafnréttis- og barnamála í Noregi. Hún hafði ráðið vinkonu sína í eftirsótt starf Umboðsmanns barna. Sú sagði einnig af sér.

 Senn er heill vetur liðinn síðan ljóst varð að þáverandi borgarstjóri hafði samþykkt að framselja þekkingu og mannauð Orkuveitu Reykjavíkur til tuttugu ára, án þess að hafa minnstu hugmynd um það. Minnisblað þess efnis týndist á heimili hans og hefur enn ekki komið í leitirnar. Samt situr umræddur maður enn í borgarstjórn, er oddviti stærsta flokksins þar, og ætlar að verða borgarstjóri aftur að ári. En við skulum ekki dæma hann hart. Hann er viðkunnanlegur maður sem vill vel og á fjölskyldu sem margir þekkja.

Nú eru tveir mánuðir liðnir frá því að fjármálaráðherra tók þá bíræfnu ákvörðun að ráða son gamla yfirmanns síns í eftirsótta stöðu héraðsdómara. Son fyrrum forsætisráðherra síns. Son fyrrum flokksformanns síns. Son þess manns sem hann á ráðherradóm sinn að þakka. Sem gerði honum kleift að ráða soninn. Samt situr ráðherrann enn á sínum stóli (rétt eins og dómarinn). En við skulum ekki dæma hann. Hann er góður drengur og vill vel. Og hann á fjölskyldu sem mörg okkar þekkja.

Gleymdist að læsa

Nú er vika síðan upp komst um dómaramistök í Gettu betur. Vegna þeirra tapaði Kvennaskólinn fyrir MH og er úr leik í keppninni. Dómarinn viðurkenndi mistök sín og kvaðst leiður yfir þeim en RÚV ætlar hvorki að snúa tapi í sigur né láta svo lítið að endurtaka viðureignina. En við skulum ekki dæma yfirmenn RÚV. Þeir eru önnum kafnir og leiðrétting myndi bara valda þeim óþægindum.

Nú er rúm vika síðan frægasti sakamaður landsins slapp úr haldi lögreglunnar í Reykjavík. Gleymst hafði að læsa klefa hans yfir nóttina. Gleymst hafði líka að læsa geymslu á fangelsisganginum þar sem flóttakaðlarnir eru geymdir. Strokufanginn fannst um kvöldið í skáp í Mosfellsbæ, en tókst með ævintýralegum flótta sínum að sveipa sig enn meiri frægðarljóma. Jafnvel má segja að þjóðin hafi fengið vissa samúð með kauða, um leið og lögreglan varð að athlægi. Nýskipaður lögreglustjóri harmar atvikið og segir málið í rannsókn. Flestum fréttatímum vikunnar lauk með því að haft var eftir honum að málið væri "enn til rannsóknar". Hversu langan tíma getur tekið að komast að því hver gleymdi að læsa klefanum og hvers vegna? Þrátt fyrir allt þetta hefur engum komið til hugar að lögreglustjórinn ætti kannski að segja af sér, ef ekki fyrir kæruleysi sinna manna, þá fyrir hinn furðulega seinagang rannsóknarinnar. En við skulum ekki dæma manninn. Hann er nýkominn í embættið og á alla sénsa skilið.

1,2%

Nú eru nokkrar vikur síðan ritstjóri Morgunblaðsins setti fram í leiðara ósannindi um fráfarandi borgarstjóra varðandi frægt læknisvottorð. Ásökun sem síðan var hrakin af þeim sem málið þekkja. Samt sem áður hefur ritstjórinn enn ekki séð ástæðu til að leiðrétta eða biðjast afsökunar á lygum sínum. En við skulum ekki dæma hann. Hann hefur haft það fyrir ævistarf að skrumskæla sannleikann og er því vorkunn.

Nú eru fjórar vikur síðan nýr borgarstjóri tók við í Ráðhúsi Reykjavíkur undir háværu bauli. Í kosningum hlaut hann stuðning 10% borgarbúa. Daginn sem hann tók við var fylgi einmenningslistans hins vegar orðið 6% og í nýjustu skoðanakönnun Capacent mældist það 2,8%. Samt ætlar borgarstjóri að sitja sem fastast. Og við skulum ekki dæma hann. Hann hefur átt við veikindi að stríða og mörg okkar þekkja fólk úr fjölskyldu hans og vita sem er að ekki er auðvelt að vera borgarstjóri í óþökk borgarbúa.

Hver tekur svo við af honum að ári? Samkvæmt hinu ofurnæma pólitíska nefi Sjálfstæðisflokksins ætti það helst að vera Kjartan Magnússon, en hann hlaut einmitt 1,2% stuðning í embættið í fyrrnefndri könnun. En við skulum ekki heldur dæma hann þegar þar að kemur. Það verður ekki auðvelt fyrir nýjan borgarstjóra að taka við af manni sem nýtur helmingi meiri stuðnings."

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband