Færsluflokkur: Bloggar

Hér er erfitt að ákveða...

....hvort menn vilja sterka krónu eða veika. Fyrrihluti fréttarinnar segir okkur að hagnaðurinn verður til vegna sterkrar krónu sem lækkar hinar gríðarlegu kvótaskuldir sem allar eru í erlendri mynt. Síðari hlutinn kennir kvótaniðurskurði og sterkri krónu um slæmar horfur...? Það er ekki auðvelt þetta líf...Shocking
mbl.is Hagnaður Vinnslustöðvarinnar 1.116 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og inni í verðinu....

...voru sex kókflöskur. Það var nefnilega það. Ekkert minnst á vatnsglas....??Grin  Common ....við erum að tala um 105.000.- pundea reikning..
mbl.is Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef verið klukkaður.

Rak í það augun áðan að séra Baldur hefur klukkað mig einhverntíman og ég verð einhvernveginn að klóra mig framúr því.                                                                                                                     

1. Fæddur að Vestri-Kaðlastöðum á Stokkseyri 19.04.'49. Hrútur, elstur af 6.

2. Selfyssingur frá '54 en sótti á Stokkseyri til ömmu alla tíð.

3. Byrjaði til sjós á humarbát, "litla Hásteini" 22 tonna pung frá Stokkseyri með Kalla Zoph. '64      

4. Stundaði smíðanám hjá Kaupf. Árnesinga undir Sigga Ingimundar, með ansi mörgum hléum.

5. Kvæntur '71 þrjú börn '73, '75, og '85

6.  Stýrimannaskólinn, fiskimannadeild '72

7.  Skipstjóri á Sturlaugi frá Þorlákshöfn, útgerð Guðna Sturlaugssonar vorið '72

8. Gosvertíðina með Hamraberg úr Vestm.eyjum fyrir Guðlaug Gíslas. og Bjarna Sighvats.

9. Frá '73 - '91 skipstjóri og útgerðarmaður í Þorlákshöfn.

10. '88 - '07 starfandi við útflutning og skipaþjónustu í Þorlákshöfn.

Og nú vandast málið, ég á víst að klukka eins og átta einstaklinga og veit ekkert hverjir hafa þegar verið "klukkaðir"....en ok. ; Sigþrúður Harðardóttir, Sigurður Þórðarson, Ólafur Ragnarsson, Níels Ársælsson, Vignir Arnarson, Guðrún Magnea, Gísli Ívarsson og Baldvin Jónsson.

  


Það liggur við...

...að hægt sé að segja að þetta séu gamlar fréttir, allavega finnst mér ekkert þarna vera að koma á óvart , miðað við það sem áður hefur komið fram. Einfaldast að blása þetta útaf borðinu í bili og snúa sér að raunhæfum lausnum sem duga í nánustu framtíð. Nýjan, hraðskreiðari Herjolf strax og samhliða kannski að skoða þessa Bakkafjöruhugmynd...
mbl.is „Álitamál hvort göng til Vestmannaeyja séu réttlætanleg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða, hvaða...

Þetta er nú meiri viðkvæmnin. Ætli við getum nú ekki sagt að starfsmenn hafna séu bara ósköp venjulegir dauðlegir menn. Ekki er ástæða til að halda að þeir séu vísvitandi að bralla með vigtina nema í einstökum tilfellum sem hafa verið á allra vitorði og sum af þeim upplýst, en það er örugglega hægt að fara allan hringinn í kringum þá með fiskinn ef vilji er til þess og hefur oft verið gert...Cool
mbl.is Mótmæla aðdróttunum um vigtar- og kvótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilja þeir ekki það sem sagt er?

Hvur fjandinn er að þessum spanjólum? Geta þeir ekki skilið að ástæðan er sú að ekki var drepið á bílnum? Þar á ofan get ég ekki skilið hverju þetta breytti fyrir Alonso, 9. sætið, en Hamilton fékk reynslu útúr þessu og auglýsendur fengu það sem þeir hafa borgað fyrir....Smile
mbl.is Gagnrýna „greiðasemi“ við Hamilton í gryfjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og fær ekki meðferð?

Bíddu, kemur ekki fram hér að maðurinn, jafn sorglegt og það er eins og alltaf, "hvorki vill né getur farið í meðferð"? Hvað er til ráða þegar svo er komið, ég trúi nú að það sé búið að prófa eitt og annað og ég sé nú ekki hvernig "velferðarkerfið" hefur burði til að koma að svona máli þegar ekki er hægt að koma við neinu tauti??Crying
mbl.is Kerfið hefur afskrifað pabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir ættu....

...að kynna sér ástandið í "borg óttans" á góðri laugardags eða sunnudagsnótt. Þar fer enginn með "fulle fem" einsamall um götur á slíkum nóttum og er þó bara um "krummaskuð" að ræða í samanburði....Shocking
mbl.is Varað við auknum hættum í breskum borgum að næturlagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er alveg magnað...

....að ekki skuli, með einhverjum ráðum, hafa verið séð fyrir þessu dusilmenni fyrir löngu. Ekki er annað að sjá en að hann eigi að fá, í friði að mestu, að leiða þessa vesalings þjóð sína fram af brúninni alla leið til algerrar fátæktar og vesaldóms. Hreint ótrúlegt að alþjóðasamfélagið skulu þurfa að horfa uppá þennan hrylling og geta ekkert aðhafst, annað en að safna og senda matargjafir inní þessa fyrrum matarkistu til að vitfirringurinn geti keypt byssur fyrir allt sem handbært er, til að skjóta þegnana. Ömurlegt, að ekki sé meira sagt....Crying
mbl.is Stefnt að þjóðnýtingu í Simbabve
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég trúi því...

....að hann Flosi hafi betri tilfinningu fyrir ástandinu en margur og að þessvegna sé alveg óhætt að leggja við eyrun eftir því sem hann hefur að segja um málið.
mbl.is „Útséð með sjávarútveginn í bili"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1478

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband