Færsluflokkur: Dægurmál

Tiltölulega auðveldur sigur.

Þó fór nú um mig nokkrum sinnum, sérstaklega fyrst í seinni fannst mér þeir bakka full mikið. En það var auðvitað lagað og sigurinn var síst of stór...Wizard...Roma hvað....

Verst að missa Vidic meiddan útaf. það þarf á öllu að halda í næstu leikjum.


mbl.is Man. Utd vann 2:0 í Róm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það furða þó hann sé svekktur?

Það er bara ekkert undarlegt við það. Auðvitað eiga reglur um hverjir fá að taka þátt í þessum helstu mótum að vera á hreinu. það er nú annað eins sem menn skipuleggja í þaula í þessari íþrótt.
mbl.is Montgomerie sár og svekktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var eins fallegt.

Það verður að telja afar ólíklegt að þeim hefði með nokkru móti tekist að ljúga út 30 milljónir evra í nýju hlutafé. Þannig að það er sjálfsagt eins gott að gera tilraun til draga þetta út einhversstaðar sem lán.

En það má svo sem einu gilda sjálfsagt, kannski verður ekkert einfaldara að svæla út lán í taprekstur, endalausan. Sennilega er þetta bara ónýtt.


mbl.is Óskað eftir heimild til lántöku á aðalfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki örugglega 1. apríl..?

Annaðhvort er þetta gabb eða kallinn er orðinn svona grínfullur. Mér fannst hann reyndar ekkert grínfullur í sjónvarpinu í gærkvöld. Raunar sérlega fýldur eitthvað og krumpaður, þannig að þetta er örygglega dagurinn bara.

En ef kallinn er að fara í það af alvöru að efla löggæslu í kjördæminu þá gætum við talað saman. Við erum nefnilega með fríríki hvað löggæslu varðar í Þorlákshöfn og hann getur fengið að tala við Þvaglegg um málið og jafnvel gæti hann tekið Árna með sér, til að punta uppá ....


mbl.is Guðni biður um fund með Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er löggæsla í Hveragerði?

Ef svo er er hlutum eitthvað misskipt hérna á svæðinu. Mér er nú verulega til efs að það mundi hreyfa mikið við lögreglu ef svona æði rynni á einhverja hérna niðri við ströndina. Við verðum bara að vona að hér verði rólegt í þessum málum áfram. Annars er hraðakstur á götunum á alskonar tækjum, skráðum og óskráðum svo sem næg ástæða til einhverrar viðveru, að mínu áliti, en "Leggur" er ekki sömu skoðunar. 
mbl.is Veggjakrotsfaraldur í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að gefa langt frí frá þessum pilti.

mynd Tekið af vísi.is

Idol-stjarnan fyrrverandi Kalli Bjarni, eða Karl Bjarni Guðmundsson, var handtekinn á föstudag með 70 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Jafnframt var 24 ára gömul vinkona hans tekin en þau voru saman á hóteli í Reykjavík.Greint er frá málinu á forsíðu DV í dag. Þar segir m.a. að bæði Kalli og vinkona hans hafi veitt lögreglunni mótspyrnu er lögreglan hugðist færa þau í járn.DV segir að amfetamínið sem tekið var af Kalla og vinkonu hans hafi verið ætlað til sölu og dreifingar. Málið telst upplýst.

Kalli Bjarni bíður afplánunnar á dómi sem hann fékk vegna innflutnings á fíkniefnum í fyrra. Þá var hann tekinn á Keflavíkurflugvelli með tvö kíló af kókaíni í fórum sínum.

Það virðist ekki hafa rofað mikið til í hausnum á honum þessum. Drottningarviðtalið í Kastljósinu var nú svona og svona, en öll froðan um væntumþykjuna til fjölskyldunnar og hvað hann væri duglegur að vinna í sínum málum nær bara ekki lengra en þetta. Ef hann treystir sér ekki til að vinna sig útúr skuldamálunum nema með því að stunda dreifingu á þessum andskotans viðbjóði, þarf að taka hann úr umferð til mjög langs tíma. Allar götur þar til tryggt er að ungmenni landsins beri ekki frekara tjón af honum en orðið er...Angry


Útaf með manninn.

Það hlýtur að vera hægt að finna einhvern sem hefur siðferðisþröskuldinn eitthvað nær því sem venjulegt fólk vill sjá. Þessi fír þykist í ofanálag vera þess umkominn að setja klifjar sekta og vandræða á fyrirtæki í formúlunni og ekki alltaf allir á eitt sáttir með vinnubrögðin. Þannig að nú verður krafan að vera, "útaf með manninn".
mbl.is Mosley í vondum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill álagstími.

Það fer gríðarlegur álagstími í hönd hjá mínum mönnum og þar af leiðandi ekki gott ef það eru mikil forföll. Vissulega er hópurinn breiður og góður en það er ekki gott ef það þarf að fara í gegnum þennan pakka á færri mönnum, vonandi "nuddast" þetta úr þeim á næstu dögum.
mbl.is Meiðsli í herbúðum United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með því besta sem þeir hafa sýnt í vetur.

Þessi leikur var svo sannarlega leikur kattarins að músinni. Mínir menn fóru á kostum og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. það er vonandi að þeir haldi þessum level til enda, þá þarf varla að binda um skeinu hjá keppinautumum þrátt fyrir endurkomu Arsenal í dag, sem voru auðvitað snilldartilþrif
mbl.is Manchester United vann öruggan sigur á Aston Villa, 4:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

David Ibison í Seðlabankann.

Kannski að það væri hægt að nota Ibison þennan í staðinn fyrir eitthvað af afdönkuðu pólitíkusunum í bankanum. Hann mundi örugglega hafa meira vit að leggja til málanna en margir þeirra sem þar eru núna. Hann virðist allavega ekki tala í gátum, hálfkveðnum vísum eða fótboltafrösum.
mbl.is Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1498

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband