Tilviljun....?

Þessa frétt las ég í Mogganum í morgun eins og aðrar, hvar hún hefur aðeins annan vinkil. Nefnilega er það hengt í hana að ræninginn talaði erlent mál. Mér virðist nú að öll þessi hræsni fólks sem talar um Frjáslynda og rasisma og að þar sé alið á fordómum gegn útlendingum ætti stundum að líta sér nær, verð ekki var við annað en þessi árátta sé allstaðar. Hér finnst mér engum tilgangi þjóna (öðrum en að koma óorði á útlendinga) að taka þetta fram, þ.e. fréttin eins og hún er hér, skilar þessum óskemmtilega verknaði alveg til okkar, hitt á bara heima í lögregluskýrslunni.

Er mögulegt að við sæjum í frétt að "ræninginn hefði talað með norðlenskum hreim".....?ErrmNei ég held ekki en sem sagt, það er öskrað Úlfur, Úlfur ef Frjálslyndir opna munninn um þessi mál, en kannski þurfa allir að skoða pínulítið hvernig þeir eru að umgangast þessa innflytjendaumræðu, hugsanlega með Frjálslyndum.....ef þeir hafa betri sýn á málið.....?Wink


mbl.is Barinn og rændur í hjólastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góð athugasemd, ég hjó eftir þessu líka, en þú færð mig ekki til að taka ofan fyrir frjálslyndum alla vega ekki í bili.  Kv.

Baldur Kristjánsson, 3.4.2007 kl. 13:35

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekki í pípunum að biðja þig um það, mér finnst bara stundum að menn verði að stinga hausnum úr kafinu til að anda, af og til, ég og aðrir meðtaldir.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.4.2007 kl. 20:21

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú komst í Moggann með þetta.  Þú ert frægur. Kv.

Baldur Kristjánsson, 4.4.2007 kl. 09:17

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það munar ekki um það.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.4.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband