"Nú þekki ég gamla Moggan minn"

Sagði Kristinn vinur minn Pétursson í athugasemd á bloggsíðunni minni í gær og tilefnið....?Ritstjórnargrein Mogga 2. maí hvar lagt er útaf þeirri staðreynd að "landsbyggðin sé við það að springa í loft upp vegna kvótamála". Þessi ágæta grein, sem "nota bene" segir ótrúlega mikið um stöðu mála í sjávarbyggðum landsins, hefur farið fyrir augu ansi margra og mátti sjá vitnað í hana víða í "bloggum" gærdagsins og ekki að ástæðulausu, því Moggi hefur nú oftar en ekki verið hallur undir þetta stórgallaða veiðikerfi stjórnvalda og LÍÚ (eða Framsóknar og andskotans) og því töldu menn sig merkja þarna nýjan tón, sem vonandi er satt og rétt.

Í morgun kemur svo ritstjórnargrein sem er skrifuð til sjómanna í tilefni dagsins og hún er sko ekki lakari en sú frá í gær og ég vil hvetja allt hugsandi fólk í sjávarútvegi og Íslendinga yfir höfuð til að verða sér úti um hana og lesa "eigi sjaldnar en þrem sinnum". það er skemmst frá að segja að þarna er tæpt á ýmsu en það sem sló mig mest er eftirfarandi:

"Blasir það ekki við, að samtök sjómanna þurfa að skera upp herör gegn kerfi, sem ógnar atvinnuöryggi heilu byggðarlaganna, bæði fisvinnslufólks og sjómanna?"

Þarna er komið að kjarna máls að margra mati, samtök sjómanna verða að taka á sig rögg í þessu tilliti og spíta í lófa, aðrir verða ekki til þess og eru kannski ekki í aðstöðu til þess. Með því er ég ekki að segja að hér þurfi að ryðja öllu um koll, fjarri því og raunar hef ég lengi sagt að leiðin til baka útúr núverandi kvótakerfi sé sennilega ófær, allavega illfær. Þar sem sjómannaforustan hinsvegar klikkar algerlega er að berjast fyrir að rétt verði gefið varðandi ráðstöfun aflans sem uppúr auðlindinni kemur, það er vitlaust gefið eins og málum er komið núna.

Að það skuli geta gengið árið 2007 með allri þeirri tækni sem er í samskiptum um tölvur og síma, að handhöfum kvótans skuli liðið að taka fiskinn inní sínar verksmiðjur á allt niður í helmings verði eru auðvitað ekkert minna en algerlega galin vinnubrögð og ekkert sambærilegt þekkist, nema hugsanlega hjá mafíósum einhversstaðar. Með öðrum orðum ástæður þess að kvótaverð hefur labbað svona hátt að undanförnu, er þessi meðgjöf, kvótaeigandinn hefur kannski 80 kr+ á hver kg. í meðgjöf, til að fara útá markaðinn og bjóða í kvóta og þannig verða þeir stóru alltaf stærri og þeir minni veikari og allt endar með ósköpum. Ef við skoðum þetta í umhverfi Flateyrar þar sem öllum ber saman um að Hinrik er að gera góða hluti í vinnslu en hans staða er algerlega vonlaus. Hann leigir kvóta á 200 kr þarf síðan að greiða sjómönnunum sínum kannski 70 kr sem þýðir 270 kr, ekki flókið. Á Þingeyri er Vísir sem getur samkvæmt úrskurði einhverrar dellustofnunar undir væng Samherja á Akureyri tekið fiskinn inní sína verksmiðju á 140-150 kr pr. kg. og það er vandséð að hann Hinrik þó góður sé geri eitthvað af viti í þessari samkeppni...

Ef hinsvegar Hinrik þyrfti ekki að vera á leigumarkaðnum, hjá eigendum veiða -og vinnsluréttar væri hann örugglega samkeppnisfær við hvern sem er. Sem sagt það þarf að taka allan aflan í gegnum sölukerfi sem virkar og þau eru til hér um alla Evrópu, meira að segja hérlendis og það þarf að ganga frá því í eitt skipti fyrir öll, að þeir sem á kvótanum halda, þeir verði að gefa afgangnum af þjóðinni tækifæri til að vinna fisk, það má ekki vera kvóti á vinnslunni líka, því með því er ekki einu sinni tryggt að þeir bestu séu að vinna úr aflanum. Allan afla í gegnum sama sölu og vigtunarkerfi, líka þann sem er að fara úr landi með haus og hala, þar sem samkeppni er tryggð og þá ná sjávarbyggðir vopnum sínum að nýju og jafnræði verður tryggt með kvótaeigendum og "hinum aumingjunum"

Ég vil óska sjómönnum til hamingju með daginn og Mogganum með vitrunina og vona að menn sjái ljósið að lokum....Wizard

http://hva.blog.is/blog/hva/entry/166944

http://hva.blog.is/blog/hva/entry/155289


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Athyglisverð grein!! kv.  B.

Baldur Kristjánsson, 3.6.2007 kl. 14:59

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Takk fyrir það Baldur, manni hitnar svo í hamsi stundum yfir óréttlætinu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.6.2007 kl. 15:04

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður.

Níels A. Ársælsson., 3.6.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband