Svíagrýlan dauð?

Svo sögðu þeir einum rómi fyrir mótið strákarnir okkar, en hún var alveg sprellifandi í kvöld. þarna varð vitleysunni allt að vopni og það þurfti á köflum að beita sig hörðu til að geta horft. Aldeilis afleitur sóknarleikur var það sem slátraði þessum leik fyrir þeim, sem sagt þeir gengu frá sér sjálfir, með hjálp markvarðar Svía.

Það er nú vonandi að þeir eigi eitthvað meira inni en þetta, annars eiga þeir lítið erindi þarna og ég hef nú fulla trú á því að það eigi þeir, þrátt fyrir hörmungina...Crying


mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einhverjir "kippir" eru nú í Svíagrýlunni en það verður bara að segjast eins og er að "strákarnir okkar" voru staðir eins og beljur, taugaveiklaðir og voru bara ekki tilbúnir í þennan leik.  Nú og svo var Svenson algjör "killler" í markinu hjá Svíum.  Og svo í restina, ég gat ekki séð að "leynivopnið" virkaði.

Jóhann Elíasson, 18.1.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Helvítis leynivopnið maður. Það eina sem hélt manni við að horfa á þetta, með öðru auganu, var yfirlýsingin um "leynivopnið". Ég gat nú ekki áttað mig á hvað það var, alls ekki.

Já Svíagrýlan lifir góðu lífi og hún virtist alveg hafa lamað jafn ágætan mann og Ólaf Stefánson, hann var bara eins og í álögum drengurinn?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Leynivopnið átti að vera Hannes Jón Jónsson en Svíar létu sko ekki plata sig með einhverjum "gabbhreyfingum" sem reyndar var bara einu sinni prófuð og gekk þá ekki upp.  Já ég hef aldrei séð hann Óla jafn "dapran" og í leiknum í gær.

Jóhann Elíasson, 18.1.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 951

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband