23.2.2008 | 08:35
Enn ein vísbendingin.
Enn einusinni er að koma á daginn hversu gott nef Jón Ásgeir hefur fyrir "business". Það er ólíklegt að hann hefði getað fundið betri mann í stöðu stjórnarformanns Glitnis en Máa, við þær aðstæður sem nú eru. Maðurinn enda margreindur og afskaplega fylginn sér við það sem hann er að sýsla á hverjum tíma og ekki nokkur vafi, að hann á eftir að fá tennur til að glamra víða þegar hann fer af stað með hnífinn, það verður engin aukafita á þessum skrokk þegar Mái hefur snyrt hann.
Mikið held ég að það væri annað landslag í þessu fyrirtæki ef áform þeirra félaga, Jóns Ásgeirs og Máa hefðu gengið eftir um árið, þegar þeir voru nærri búnir að ná þarna undirtökunum en voru stöðvaðir af m.a. þáverandi "aðal". Ég er illa svikinn ef Agnes á ekki eftir að fá tilefni til að rifja upp þá sögu á góðum degi.
Til að átta sig á hversu öflugur Mái er, þarf ekki annað en að virða fyrir sér hvernig hann hefur náð að spila með stjórnvöld á hverjum tíma við að láta útfæra "kvótakerfi Framsóknar og andskotans" eftir þörfum sínum og Samherja. Það væri hægt að rekja þá sögu í löngu og leiðinlegu máli, en Máa hefur tekist með gríðarlegum dugnaði og klókindum að snúa öllum leikreglu kerfisins sér í hag og auðvitað hafa svo fleiri orðið stórir í leiðinni.
Það er hinsvegar ekki við þá sem hafa náð að stjórna ráðamönnum á hverjum tíma, eins og Máa, að sakast, hvernig kvótaófreskjan er búin að fara með sjávarútveginn í landinu, þeir ganga auðvitað alltaf eins langt og þeir komast við að vefja "bláeygum kjánum" um fingur sér til framdráttar sínum rekstri. þjóðin valdi hinsvegar Halldór Ásgrímsson, að ógleymdum Þorsteini Pálssyni, sem náði nú sennilega að ganga endanlega af allri einstaklingsútgerð í landinu dauðri, (þó það taki nokkur ár að virka) til að fara með sín mál svo við verðum bara að horfa framan í það og byrja bara uppá nýtt.
En hluthafar Íslandsbanka geta verið kátir með nýja stjórnarformanninn og ég spái stóbættum rekstri og sameiningu, einni eða fleirum, undir stjórn Máa. Þó ég hafi ekki legið á áliti mínu varðandi yfirgang hans í sjávarútveginum þá nýtast þeir gallar eða kostir hans þarna, það geta hluthafar bókað. Ég mundi liggja á bréfum í Íslandsbanka í bili.
Ekki fleiri starfslokasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svei mér þá ef ég er ekki bara sammál þér í þessu. Hann byrjar allavega vel.
Landfari, 23.2.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.