Sæfari að verða klár.

Sagan í kringum kaupin á þessum bát og allt sem hefur fylgt er auðvitað með algerum eindæmum. Það sem hinsvegar stendur uppúr er að líklega eru Grímseyingar að fá fínan bát til þeirra nota sem þeir þurftu á að halda og sennilega endist hann um þó nokkra framtíð

Hinsvegar ólmast fjölmiðlarnir við að gera málið vandræðalegt og núna síðast í fréttum ríkissjónvarpsins, hélt einhver snillingurinn í líki fréttamanns því fram að það hefði verið mun ódýrara að láta smíða nýtt. Það er hinsvegar margbúið að koma fram, að það hefði kostað samkvæmt áætlunum 700 milljónir + að byggja nýjan bát en Sæfari endar í 500 millum.

Þeir mega hinsvegar reyna að grafa upp þann eða þá sem bera ábyrgð á stórgölluðum áætlunum í upphafi og hvernig í veröldinni menn gátu komist að þeirri niðurstöðu að þetta dæmi mundi kosta 150 milljónir, þeir sitja væntanlega allir í stólunum ennþá...Shocking


mbl.is Sæfari settur á flot á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband