Það gefur auga leið.

Ég held að enginn geti verið í vafa um það, að gefi krónan hressilega eftir er voðinn vís. Það kostar verðbólguskot og allt í uppnám og er auðvitað ástæða þess að við sitjum uppi í vaxtaokrinu og við komumst ekki úr þessari "bóndabeygju".

En það er nú ýmislegt leggjandi á sig fyrir handónýta flotkrónu, er það ekki?


mbl.is Gengislækkun gæti gert vandann enn verri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á meðan ráðamenn þjóðarinnar (Forsætisráðherra og fleiri kónar hans líkir) viðurkenna ekki að krónan hefur verulega slæm áhrif á efnahag okkar, þá er engin von til þess að við losnum úr þessari "bóndabeygju".

Jóhann Elíasson, 27.2.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: haraldurhar

    Hafsteinn krónan á eftir að gefa hressilega eftir, og mín skoðunn er sú að þá er ekki voðinn vís, heldur að framleiðslufyrirtæki fari að þrífast hér á landi.

   Það er ekki hægt að halda uppi rangri gengisskráningu með okur stýrivöxtum til lengri tíma, og þessi vitleysa viðgengst ekki í nokkru landi sem vill telja sig til siðaðra þjóða.

haraldurhar, 27.2.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er dagljóst Haraldur, þessi endemis vitleysa er hvergi í gangi meðal siðaðra og raunar undravert að þetta skuli ganga, en það er nú farið að hrikta í þessu modeli held ég.

Við vitum það líka að framleiðslan í landinu er í afar erfiðri stöðu en á hina hendina er ekki betra uppi fyrir þau ef verðlag í landinu fer úr böndum og nýgerðir samningar til fjandans og allur pakkinn...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.2.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: haraldurhar

    Eins og þú veist mæta vel þá er ekki hægt að reka útflutningframleiðslu né ferðaþjónusu, ne nokkurn iðnað á samkeppnisvöru þegar gengið er rangt skráð og okurvextir við líði.  Auðvitað tekur það i þegar gengið leiðréttist, og kannski fara fást stórar ferðatöskur aftur.  Það er vitað mál að um kjaraskerðinum verður að ræða, og ekki síst hjá hinu opinbera, sem hefur lifað í vellistingum á undanförnum árum, sökum neysluæðis sem hér hefur herjar.   Tel ekki ómögulegt að krókurinn yrði tekinn af hurðinn á einhverjum fiskvinnsluhúsum, í Þorlákshöfn, og einhverjir bara glaðir að fá vinnu í þeim.

haraldurhar, 27.2.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú svo grátlegt Haraldur, að það vill enginn vinna í þessum fiskvinnsluhúsum lengur. Ef ekki væru útlendingarnir væri hér enginn vinnsla. (hér eru yfir 200 útlendingar.) Auk þess sem hér er ekki neinn kvóti lengur til að vinna, svo dapurt er það nú í þessari fyrrum stórverstöð...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.2.2008 kl. 22:14

6 Smámynd: haraldurhar

    Það styttir með degi hverjum að verstöð við gjöfulustu mið landsis, nái aftur upp sínum fyrri styrk. Kóngurinn og Skálholtsstaður hefðu ekki gert út frá Þorlákshöfn,  í aldaraðir nema vegna þess að það gaf betur af sér en aðrir staðir.   Íslendingar koma aftur til vinnu, það geta ekki allir unnið við þjónustustörf eða hjá því opinbera.

     Kvótakerfið fer um eins og öll óréttlát það leggur sig sjálft niður.

haraldurhar, 27.2.2008 kl. 22:49

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég hef nú sagt þetta í 15-20 ár Haraldur, en það ætlar að verða seigt í andskotans ólögunum, en vonandi lifir maður að sjá þetta fara fjandans til..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.2.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband