Bæjarráð Vestmannaeyja.

"Bæjarráð Vestmannaeyja - snurvoðaveiðar hættulegar lífríkinu"

"Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja þriðjudaginn 4. mars sl. var fjallað um ályktun Farsæls, félagi smábátaeigenda í Vestmannaeyjum, um snurvoðaveiðar.

Í ályktuninni var greint frá áhyggjum trillukarla í Vestmannaeyjum af snurvoðaveiðum í fjörunni við suðurströndina og þess krafist að veiðarnar yrðu a.m.k. færðar út fyrir 6 sjómílur.
Í bókun bæjarráðs kemur fram að ráðið "tekur undir áhyggjur Farsæls, félag smábátaeigenda um að snurvoðaveiðar á þessu svæði séu vafasamar og hættulegar lífríkinu á Vestmannaeyjasvæðinu." "

Það er svo sem ekki vandi að taka undir með þeim, að veiðar þessar á smáýsu í vetur hafa ekki verið til fyrirmyndar. Það er meira að segja hægt að fallast á að þær séu þvert á móti til skammar, vegna smáýsuveiða, en þar er við Hafró að sakast, sem oftar. Það er hinsvegar oft dálítið skrautlegt sem mallað er saman í Eyjum.

Hvernig dettur mönnum í hug að ætlast til að það sé einhver að taka þá alvarlega með að reka snurvoðina út fyrir 6 mílur, (af því ekki er gert út á snurvoð í Eyjum) vegna þess að hún sé hættuleg lífríkinu, en halda togurum af sverustu gerð (sem nóg er af í Vestmannaeyjum) áfram inná 3 mílur??? Það er svo mikill eiginhagsmunabragur á öllu sem frá þeim kemur að það getur enginn tekið það alvarlega.

Ef þeir hefðu viljað togarana út hefði kannski einhver sperrt eyrun, en þetta hlustar enginn á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Er ekki bara einfaldast að banna tog og dragnótaveiðar innan 12 mílna. Gaman væri að sjá hvort eyjamenn styddu við þá tillögu.

Hallgrímur Guðmundsson, 14.3.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Auðvitað eiga togararnir að fara úr fjörunum, þessi nýju skip sem verið er að skarka á uppá þrjár mílur, eru með hlera og búnað sem margir hefðu verið fullsæmdir af útá 12 mílum fyrir fáum árum. En það kemur ekkert um það úr Eyjum? Það er bara búið að toga og teygja svo bátana og reglurnar líka, að nú er komið að því held ég, að setja þessa togara útfyrir.

Snurvoðin hérna inní fjörum er svo eitthvað sem þarf að taka á líka og alveg óskiljanlegt að vera að beita þessum flota á ýsukóð. Talaði við útgerðarmann á dögunum sem sagðist skammast sín þegar hann væri að keyra uppúr bátnum þessa helvítis titti.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.3.2008 kl. 17:28

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég er sammála þér Hafsteinn.

En þrjár mílur á dragnótina við suðurströnd ætti að duga. Eins er nauðsynlegt að draga línu fyrir öll annes (innfjarðarkjafta) allan hringinn í kringum landið.

Níels A. Ársælsson., 14.3.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Níels, þrjár mílur eru ágætar hér með suðurströndinni fyrir snurvoð og smærri togbáta, en togarana á að senda út fyrir 12 mílur, án undantekninga, jafnvel við Vestmannaeyjar, vegna lífríkisins sjáðu til. Telurðu ekki að þeir muni taka undir svoleiðis kröfu?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.3.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 983

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband