Dæmdir umhverfissóðar.

Það á ekki af okkur að ganga, en það eru örugglega ástæður fyrir svona vinnubrögðum. En "Ákavíti" er varanlega á kortinu fyrir þessa lyktarmengun og ekkert við því að gera, að því er virðist.

  

"Lýsi fær starfsleyfi til tólf ára

mynd
Fiskþurrkun Lýsis í Þorlákshöfn Mikill styr hefur staðið um rekstur fiskþurrkunar Lýsis í Þorlákshöfn.mynd/gks

„Það var samþykkt að gefa út starfsleyfi til tólf ára," segir Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, um starfsleyfi fiskþurrkunar Lýsis í Þorlákshöfn. Starfsleyfið, ásamt innsendum athugasemdum var tekið fyrir á fundi Heilbrigðsnefndar Suðurlands á föstudag.

Sjö athugasemdir bárust heilbrigðiseftirlitinu vegna starfsleyfisins en frestur til athugasemda rann út 29. maí síðastliðinn. Elsa segir athugasemdirnar þær sömu og þegar starfsleyfið var síðast auglýst og almennt sé því mótmælt að starfsleyfið verði gefið út.

Hún segir þetta ákvörðun nefndarinnar en ef einhver þeirra sem gerðu athugasemdir óski nánari skýringa þá verði við því brugðist.

Sveitarfélagið Ölfus hefur ekki veitt Lýsi leyfi til uppsetningar hreinsiturna við verksmiðjuna og vísað til þess að breyta þurfi skipulagi. Elsa segir turnana inni í starfsleyfisskilyrðum og það sé skilningur nefndarinnar að ef ekki fáist tilskilin leyfi til uppsetningar þeirra falli ákvæðið um sjálft sig. Það standi því upp á sveitarfélagið að veita leyfið.

„Ég bara trúi þessu ekki," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Hann segir umhverfisráðherra og Umhverfisstofnun hafa lofað að skoða málið. „Ég trúi ekki að menn séu svona ósvífnir. Það getur ekki verið að hægt sé að leggja þetta á fólk í Þorlákshöfn, að rétturinn til að vera til, sé einskis metinn." "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Nú verður stríð!!!!!!!!!! Mig furðar mest hvað fáir veita þessu athygli!!!!!! Við gefumst ekki upp fyrir svona skítablesum!!!!!!

Himmalingur, 7.6.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er svakaleg staða Hilmar og alveg grínlaust að sitja uppi með þennan andskotans Lýsisviðbjóð í 12 ár. Það þarf að taka á þessu af festu og byrja á að hætta öllum viðskiptum við skíthælana, það kemur ekkert þaðan svo heilsusamlegt að ekki sé til sambærilegt eða betra annarsstaðar frá.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.6.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mikið helvítis djöfull ertu orðljótur þarna Hafsteinn!!!! Þið getið þó sætt ykkur við að vera einu landsmennirnir með næringarríka mengun!!! ....ekki nærast menn álryki eða svifryki, svo almennilega sé.

Haraldur Bjarnason, 8.6.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Himmalingur

Sammála þér Hafsteinn!! Haraldur bara góður!

Himmalingur, 8.6.2008 kl. 00:25

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

..já Haraldur, tilefnið er ærið. Aldeilis ótrúleg niðurstaða þarna á ferðinni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.6.2008 kl. 00:29

6 Smámynd: haraldurhar

   Hafsteinn ég skil ekki afhverju þú kallar eigendur og stafsfólk Lýsis hf. skíthæla og hvetur til að menn hætti viðskipum við Lýsi hf.  Minn skilningur er sá að stjórnvaldið og ekki síst starfsmenn þínir hjá Heilbrigðiseftirlitinu hafi braugðist  ykkur réttara sagt gengið yfir ykkur á skítugum skónum, enda flestir er þar ráða skipaðir af Framsókn.    Lýsi er nú bara fyrirtæki, sem vill gera sinn rekstur eins arfbæran og kostur er, og halda kostnaði í lámarki, eins og ég álít að þú myndir sjálfur gera í þínum atvinnurekstri.

    Þar sem þú talar um ákavíti, þá vil ég upplýsa þig að ilmurinn frá hausaþurrkunni er sá sami og þú þefar af í Koníaki, þ.e.a.s. ammoníak, að stærstum hluta.

haraldurhar, 8.6.2008 kl. 00:34

7 Smámynd: Himmalingur

Þetta var það sem við vorum að bíða eftir! Nú er hægt að fara lengra með þetta! Verst að veiðileyfi á kerlingarskruggur er bannað!! Nefni engin nöfn! Jú bara fyrstu stafina: Katrín og Elsa!!!!!

Himmalingur, 8.6.2008 kl. 00:37

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Starfsfólk Lýsis hef ég ekkert um að segja, hinsvegar eru eigendurnir annar handleggur sem ekkert eiga inni hér hjá okkur lengur.

Þessi Heilbrigðisnefnd er náttúrulega þvílíkur skandall að ekki væri ótrúlegt að ætternið væri úr Framsókn, það er margt sem bendir til þess. Allavega tímabært að moka þar út.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.6.2008 kl. 00:44

9 Smámynd: haraldurhar

   Hver á Lýsi?  Er hausaþurkuninn í Þorlákshöfn ekki sjálfstætt hlutafélag? Mig grunar að svo sé, jafnvel að einhverjir heimamenn eigi þar hlut?

    Í þessu máli eru einhverjir hagsmunir og hagsmunatendir aðilar er ég veit ekki um,  gaman væri að sjá hluthafalistann hjá Lýsi hf., og svo hjá hausaþurrkunni ef hún er sjálfstætt félag eins og ég trúi að hún sé.

haraldurhar, 8.6.2008 kl. 01:52

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Á ég þá að hætta að kaupa lýsi? hvað á ég að taka inn á morgnana í staðinn? Hafsteinn, þú setur mig í vandræði.

Víðir Benediktsson, 8.6.2008 kl. 08:34

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Haraldur, þetta var sérstakt félag hérna sem Hnotskurn hét og með það fóru sérstakir verktakar, en eigandinn var Katrín Pétursdóttir. Þeir sem þetta ráku eru núna með þurrkstöðina í Stallongborough utan við Grimsby þar sem rekin er algerlega lokuð verksmiðja, sem lyktar ekki fremur en lyfjaverksmiðja. þarna varð eitthvert uppglaup, sem meðal annars orakaðist af stöðugum kvörtunum sem sett var á umgengni verktakanna íbúunum var tjáð að að þeim gengnum og með nýjum vinnubrögðum yrðu vandamálin úr sögunni. Þetta hefur aldrei verið verra, miðað við magnið sem fer í gegn, því það hefur stórminnkað og pestin aukist. Það svo aftur staðfestir það sem ég hef verið að halda fram, þú getur ekki gert lyktarlausa verksmiðju úr úldnu hráefni, hefur ekkert með turna eða slíkt að gera, pestin er verst í kringum móttöku "hráefnisins" og þrif á kerum og tækjum, alger viðbjóður.

Víðir, þú ert eins og ég með það, ég byrja alltaf á lýsissopanum á morgnana og meðan ég reykti sem mest þá var ég einhvernveginn þannig að ég gat ekki reykt á fastandi maga á morgnana og saup alltaf á lýsisflöskunni, í það minnsta, áður en ég fór upp.

Þetta vandamál leysti ég með sellýsi (Polarolja) sem ég keypti í Noregi fyrir mörgum árum handa konunni minni sem er með liðagigt í höndum (aðallega) og það svínvirkar. við einfölduðum bara málin og fækkuðum um eina flösku í kælinum og tökum það bæði. Polarolja fæst held ég hér um allt núna og ég þarf ekki að eiga viðskipti við umhverfissóða sem ganga á skítugum skónum yfir hagsmuni fólks og skoðanir og hvet alla til að athuga hvort þeir geta ekki komist af án svoleiðis yfirgangsfólks.

Hafiði góðan sunnudag, ég ætla að mála stofuna í rigningunni...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.6.2008 kl. 10:08

12 Smámynd: Himmalingur

Hafsteinn: Við fjölskyldan höfum einnig hætt að kaupa allar þær vörur sem kenndar eru við Lýsi! Polarolían til dæmis höfum við notað lengi! Það góða við þá olíu er líka að hún svínvirkar. Konan mín er einnig með liðagigt. Kveðja: Hilmar

Himmalingur, 8.6.2008 kl. 12:04

13 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvar fæst þessi polarolía? Fæst hún í Bónus eða þarf maður að fara í apótek?

Víðir Benediktsson, 8.6.2008 kl. 12:38

14 Smámynd: Himmalingur

Hún fæst í apótekum og einhverjum stórmörkuðum. Ódýrust er hún í Fjarðarkaupum. Get sagt að ég stundaði íþróttir mikið hér áður og hef eftir þá iðkun farið í nokkrar hnéaðgerðir og verið með miklar kvalir. Eftir að hafa notað þessa olíu í smá tíma er ég allt annar í hnjánum. Hún virðist virka eins og militeck. Góð smurning á alla liði.

Himmalingur, 8.6.2008 kl. 13:00

15 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sæll aftur, keypti pólarolíju í dag og Guð minn almáttugur. það er dýrt Drottins orðið. 2.220 isk. fyrir kvartlíter. Sami prís og  XO koníak sem ég hef aldrei tímt að kaupa. Eins gott að þetta virki annars ert þú í vondum málum. Hvað kostar svona olía þarna suður á Landráðaskaga?

Víðir Benediktsson, 9.6.2008 kl. 20:58

16 Smámynd: Himmalingur

Víðir: Kostar rétt um 1900 í Fjarðarkaup. Konan mín er alla vega mun betri af gigtinni. Það er samt alveg makalaust hvað allar heilsuvörur eru dýrar. Sé ekki eftir þeim pening sem ég hef eitt í kaup á polarolíu!

Himmalingur, 9.6.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband