Mjög gott dæmi.

Þetta verkefni er mjög gott dæmi um hluti sem eiga að vera á sameiginlegu borði íbúa hér á svæðinu. Það var þeim líkt á Selfossi að hafa um þetta forgöngu og að því kemur Hveragerði, eðlilega enda í leiðinni, en hvar eru forkólfar "Ákavítis"???

Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að hagsmunir íbúa hér við ströndina liggja í að tengjast öllu svæðinu og auðvitað ætti allt svæðið að vera í einu samfélagi, þar yrðu almenningssamgöngur sjálfsagt fyrsta verkefni bæjarstjórnar, bæði innan svæðisins og til höfuðborgarinnar.

Það þarf að komast uppúr þessum "smákóngahjólförum" í sveitarstjórnarmálum og færa sig í það að átta sig á að þessar einingar eru til að þjóna fólkinu en ekki öfugt eins og við höfum fengið að smakka á.


mbl.is Buguð af háu bensínverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Smákóngaveldið og hreppapólitíkin eru búin að valda fólki víða um land miklu tjóni. Sem betur fer er búið að sameina víða, gleggsta dæmið er Fljótsdalshérað þar sem ég bjó í áratugi. Þar eru nú tvö sveitarfélög á landssvæði sem taldi 10 sveitarfélög fyrir nokkrum árum. Fljótsdalshreppur þrjóskast ennþá, þar hafa verið 600 íbúar meðan á virkjunarframkvæmdum hefur staðið en fækkar fljótlega niður í um 100. þeir ætluðu að vera svo ríkir á virkjuninni og vildu sko alls ekki leyfa nágrönnum að njóta þess með sér þótt þeir séu á allan hátt háðir þessum nágrönnum með þjónustu, bæði skóla og annað. Svona er þetta bara og verður líklega áfram. Hér á Skaganum er búið að skipuleggja íbúðahverfi á bæjarmörkunum. Það tilheyrir Hvalfjarðarströnd. Þeir sveitamenn hafa aldrei viljað sameinast Akranesi enda hafa þeir Grundartangaverksmiðjurnar og höfnina þar til að halda sér uppi. 

Haraldur Bjarnason, 14.6.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það hlítur að verða skoðað mjög ítarlega í náinni framtíð kosti og galla að Selfoss og Hveragerði verði sameinuð.

Óðinn Þórisson, 14.6.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér hefur mjög lengi fundist að það lægi beint við, út frá hagsmunum íbúanna, að sameina Selfoss (þ.e. Árborg) og Ölfusið og að sjálfsögðu Hveragerði. Þessar hugmyndir hafa ævinlega verið talaðar niður af smákóngum hér í Ölfusi með tali um hvað þeir séu skuldsettir og miklir lúðar á Selfossi og vilji allt til sín sjúga (allt hvað?) og að ég ekki tali nú um Hvergerðinga. Við séum svo ríkir og sérstakir á alla lund og eigum svo mikið land að við þurfum aldrei að vinna með neinum.

Það er hinsvegar ekki að gagnast okkur neitt og ég verð ekki var við að fólk njóti minni þjónustu í Hveragerði, þrátt fyrir meintan "aumingjaskap" og ítrekaða spádóma og óskhyggju héðan um gjaldþrot...?

Svo við erum ekki ósvipuð og Fljótsdalshreppur Haraldur?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.6.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband