Nú hafa þau séð ljósið hjá Lýsi hf.

Það er ekki að efa það, að það mun verða bylting í drullupestinni frá þeim skítmokurum við að hætta að þurrka bein á skrifstofunni og að ég tali nú ekki um ef þeir fá að setja upp turnana góðu, eða hitt þó heldur.

Mér finnst sjálfsagt að setja upp þessa turnan og yfirhöfuð að leyfa eins mikla sóun peninga og óskað er eftir þarna, síðan á að standa vaktina og loka á starfsleyfið þegar brot á því fara að hrúgast upp, því það munu þau gera eins og ávallt. 

Hjá Lýsi hf. eru umhverfissóðaskapur daglegt brauð og nauðsyn, svo það verður ekki vandamál að standa þau að brotum á starfsreglum varðandi "hráefni" og meðferð þess og loka í framhaldinu. Þetta getur aldrei gengið í óþökk meirihluta fólks hérna og mun verða lokað á endanum, með eða án turna.  

Fréttablaðið, 19. jún. 2008 06:30

Engin fiskþurrkun á skrifstofunni

mynd
Fiskþurrkun Lýsis í Þorlákshöfn Lögmaður Lýsis vill að bæjarstjórnin í Ölfusi veiti leyfi til uppsetningar hreinsiturna við fiskþurrkun fyrirtækisins í Þorlákshöfn.Mynd/gks

„Nú stendur upp á bæjarstjórnina að veita Lýsi tilskilin byggingarleyfi fyrir hreinsiturnunum," segir Sigurbjörn Magnússon, lögmaður Lýsis. Hann fagnar niðurstöðum Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem nýlega veitti fiskþurrkun Lýsis í Þorlákshöfn tólf ára starfsleyfi og segir niðurstöður nefndarinnar í samræmi við sína túlkun á úrskurði umhverfisráðuneytisins.

Varðandi það hvort önnur starfsemi fari fram í húsum Lýsis en til er ætlast segir hann að fyrir um tveimur mánuðum hafi heilbrigðis­eftirlitið gert athugasemdir við að fiskþurrkun færi fram í húsi sem ætlað er undir skrifstofur. Þá hafi fiskþurrkun verið hætt í húsinu. „Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við þetta og þá var þessu umsvifalaust hætt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 1157

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband