Hann gengur alveg á öllum hann Wenger.

Hann talar hér af mikilli skynsemi, eins og honum er líkt og hægt að taka undir hvert orð hjá honum. Það er vægast sagt undarleg afstaða sem sumstaðar hefur komið fram, hvar menn eru að óska þess að Madridingum verði ágengt í þessum skítavinnubrögðum við að reyna að klófesta besta knattspyrnumann í heimi. Það er nefnilega ekki til framdráttar deildinni í Englandi og gerir t.a.m. Liverpool ekki að betra liði þó Ronaldo fari til Madrid.
mbl.is Wenger vonar að Ronaldo verði áfram hjá United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... Vonandi fer nú þessu máli að ljúka og Ronaldo fari hvergi... það væri fúlt að missa hann...

Brattur, 29.6.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það hefur aldrei verið góð pólitík að hafa mann í vinnu hjá sér sem hefur ekki áhuga á því.
En ég vona að hann verði þarna áfram, það verður miklu skemmtilegra að vinna titilinn með hann í liði utd,

L.F.C.

Óðinn Þórisson, 29.6.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég hef hvergi séð það Óðinn, að Ronaldo vildi ekki vera í vinnu þar sem hann er? Er hann ekki með nýjan samning?

En það er eins og ég hef oft sagt, það getur bara ekki verið Lúserpúl til framdráttar að missa besta knattspyrnumann í heimi úr deildinni.

Ég tek undir það Brattur, þessi vitleysa þarf að taka enda, en ég hef engar rosalegar áhyggjur þó þetta færi á versta veg, Kallinn hefur áður þurft að leysa svoleiðis vandamál.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2008 kl. 11:47

4 identicon

Þú lest þá væntanlega ekki fréttir Hafsteinn, eða hvað? Vissulega veit maður aldrei hvað er til í slúðursögum miðlanna en að gefa það í skyn að hafa hvergi séð neitt um mögulega óánægju Ronaldo er auðvitað "strútsleg" hegðun. Fjölmiðlar hafa verið uppfullir af þessari sömu frétt í tæpan mánuð! Samningar eru lítils virði á endanum í nútíma knattspyrnu. Þeir tryggja klúbbunum pening fyrir sölu leikmanna en ekki tryggð þeirra út samningstímann.

Ef Ronaldo vill fara, þá í versta falli fær Man Utd 50-60 milljónir punda fyrir hann. Ég held að það væri ágætis niðurstaða fyrir þitt lið því mikil velgengni síðustu 15 ára er ekki undir einum leikmanni komin heldur mun frekar einum ákveðnum knattspyrnustjóra.

Hvað Liverpool varðar þá skiptir þar öllu að ná að styrkja liðið. Hvað gengur á í herbúðum annarra liða skiptir litlu í því samhengi.

Guðmundur Halldórsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:34

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú ættir þá ekki að vera í vandræðum með að senda okkur eins og eina þar sem hann segist óánægður hjá ManU Guðmundur, ég hef ekki séð slíka frétt. Ekkert annað en að hann langi til að spila á Spáni einhverntímann.

Það eru nú sérdeilis Lúserpúllarar sem hafa verið að velta sér uppúr þessum fregnum af Ronaldo og manni virðist helst eins og öll þeirra framtíð velti á því að hann fari til Madrid.

Það var akkúrat það sem ég var að segja svona vandamál hefur verið leyst áður af Ferguson.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2008 kl. 15:42

6 identicon

Þú getur bara gúglað þessar fréttir sjálfur, þær eru auðfundnar og í raun furðulegt að þú þurfir einhverja staðfestingu frá mér. En eins og ég sagði í fyrri athugasemdinni þá veit maður náttúrulega ekkert hvort eitthvað sé til í þessum fréttum og það kæmi mér ekkert á óvart ef Ronaldo verður áfram hjá Man Utd. Enda skiptir það litlu máli, liðið er sterkt án hans og alltaf líklegt til að vera á toppnum.

Annars fer það ekki svona virðulegum, eldri manni vel að vera með barnsleg uppnefni um önnur lið. En þú verður auðvitað að eiga slíkt við sjálfan þig.

Guðmundur H (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 16:19

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég þarf ekkert á neinni staðfestingu frá þér að halda enda segi ég þig segja þetta útí loftið. Þetta viðurnefni á ég nú ekki, því miður, en þótti það ansi gott réttnefni..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband