Besta fiskveiðikerfi í heimi að gefa sig?

Nei varla, ekki meðan bankarnir hafa aura til að halda því uppi með "handafli". Ég get hinsvegar alveg séð fyrir mér að þar gætu orðið svona "dómínó-áhrif" eins og skeði í hlutabréfunum í fyrra.

Ef of mikið magn kemur til sölu, vegna þess að kreppir að og/eða menn hafa ekki nægar heimildir til að halda út á leigukvót, enginn finnst kaupandinn vegna þess að bankar eru lokaðir, það verður að lækka verðið til að koma þessu út og þá byrja allt að hrynja eins og dómínó.

Það verður veðkall hjá þeim skuldugustu fyrst og svo fjölgar þeim og alltaf lækkar verðið, eða gjaldþrotum fjölgar vegna þess að ekkert selst. Greinin er svo rosalega skuldsett og á bakvið þær skuldir er ekkert nema kvótinn, sem þeir eiga ekki einu sinni.

Ég er ekki að segja að þetta sé í pípunum á næstu dögum, en ég held það þurfi ótrúlega lítið til að rúlla svona þróun í gang. Því er nú ver og miður, fyrir allt of marga.


mbl.is Nýtt fiskveiðiár mörgum erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kerfið mun heyra sögunni til - þjóðin hefur ekki efni á þessari vitleysu mikið lengur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hjartanlega sammála, ekki spurning um hvort heldur hvenær. Eins og þú segir, þjóðin hefur ekki efni á þessu kerfi og ennþá síður náttúran. Þetta er sóunarkerfi sem ætti að varða við alþjóðalög.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.8.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Hafsteinn, þú segir sóunarkerfi... en átt líklega við flokkunarkerfi þar sem verðmæti aflans eru hámörkuð eftir að fiskurinn er kominn um borð og áður en að landi er komið.

Ég var um daginn í heimsókn í sjávarplássi fyrir norðan og var boðið  á sjóstöng sem var meiriháttar vel heppnað. Öngullinn var  vart meira en  10-15  sekúndur í botni áður en bitið var á. Þannig stóð  á endum  þangað til ég nennti þessu ekki lengur og við félagarnir fórum í land sem var ekki nema 10 mínútu sigling . Þetta var  allt  4-5 kílóa þorskur og í góðum holdum. Nokkrir litlir línubátar eru gerðir út frá staðnum og voru að fiska þokkalega að sögn, eða 100-150 kíló á bala. En látum það nú vera...því það sem passaði ekki við heildarmyndina var að þeir voru að landa dræ ýsu.  

Atli Hermannsson., 30.8.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Atli, þetta kemur auðvitað engum á óvart sem eitthvað inngrip hefur. En sóunarkerfi er það og ég man alltaf þegar ég lenti í umræðum um þessa vitleysu við Færeyinga vini mína og þeir bara sögðust ekki hafa efni á að henda öllum þessum fiski, væru bara ekki eins ríkir og Íslendingar, hefðu þar af leiðandi ekki efni á sóunarkerfi eins og þeir kölluðu það.

Þeir nefnilega hafa reynslu af þessu kerfi okkar, því danirnir píndu þá til að taka það upp í krísunni uppúr '90, en þeir sögðust bara ekki hafa efni á að henda öllum þessum smáfiski.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.8.2008 kl. 21:08

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hafa þeir ekki bara verið með ýsukrókana á línunni og skilið þorskkrókana eftir í landi? þetta eru ekki nein geimvísindi frekar en annað sem viðkemur okkar ágæta sjávarútvegi.

Víðir Benediktsson, 30.8.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kerfið hefur gengið sér til húðar, það hljóta allir að sjá.

Sigurður Þórðarson, 31.8.2008 kl. 00:19

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er einn anginn á því fyrirbæri sem ég hef leyft mér að kalla "hagkerfi andskotans." Þar er markmiðið að koma takmörkuðum auðlindum í eigu sérvalinna einstaklinga og fyrirtækja. Og menn sjást ekki fyrir með afleiðingarnar því þetta eru trúarbrögð.

Þessi trúarbrögð eru innihald í pólitískri stefnu íslensks stjórnmálaflokks sem ég man aldrei hvað heitir.

Árni Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 12:12

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér er nær að halda Árni að það sem ég hef alltaf kallað "kvótakerfi Framsóknar og andskotans" hafi verið hannað inní þetta fyrirbæri sem þú nefnir, alveg klæðskerasaumað.

Það er vonandi að afleiðingarnar fótbrjóti ekki of marga. Slys verða ekki umflúin í þessu, það vitum við og meðfylgjandi mannfall.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.8.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 945

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband