3.9.2008 | 17:14
Ekki ótrúlegt að þarna sé búið að koma sér í vandræði.
Yfirgangur LÍÚ er með eindæmum þar sem því verður við komið. Þetta virkar fínt hjá þeim á Íslandi því hér eru heilu stjórnmálaflokkarnir í vinnu fyrir þá auk Hafrannsóknarstofnunar þar sem allir dansa eins og strengabrúður eftir þeirra höfði. Það endar hinsvegar sennilega með því að einhversstaðar koma þeir sér útúr húsi með andskotans frekjunni og þá er ekki víst að Haarde geti skorið á hnútinn.
Það er ljóst að öll umræðan í Noregi er á einn veg, að þarna fari Íslendingar enn eina ferðina fram með frekju og yfirgangi og moki upp rándýrum manneldisfiski í gúanó eins og skít.
Vilja banna innflutning á mjöli og lýsi frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við erum kvótahaturs bræður félagi og Nilli er einnig í flokk með okkur sjá hér. Það eru ekki allir sem eru þess heiðurs aðnjótandi að fá fría umfjöllun...
Hallgrímur Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 00:00
Já, þið eruð frekar vafasamir. Þetta hef ég alltaf sagt. Eins gott að ég bloggaði ekki um fréttina, þá væri ég bendlaður við ykkur.
Víðir Benediktsson, 4.9.2008 kl. 06:33
Ég er nú svona fremur upp með mér að fá svona "tiltal" frá einhverjum sem gæti verið leigupenni frá LÍjúgurum. Það sem ég er ekki sáttur við er að kjáninn segir mig hatast við alla eigendur kvóta. Það eru auðvitað alger endskipti á hlutunum, margir mínir bestu vinir og kunningjar eru eigendur kvóta og ég veit ekki til að ég hafi látið neitt frá mér sem gefur tilefni til að halda því fram að ég hati þá? Ég vorkenni þeim öllum að sitja fastir í þessu feni.
Að vera ekki sammála kvótaskepnuskap samsettum af þrögri klíku úr þáverandi LÍÚ með fulltingi misviturra pólitíkusa er svo aftur allt annar handleggur, þar vil ég gjarnan vera kallaður hatursmaður, enda barðist ég gegn þessu kerfi alla mína tíð sem útgerðarmaður, félagi í LÍÚ og til margra ára formaður í útvegsmannafélagi.
Sem betur fer held ég að það séu fleiri en við þrír sem pilturinn nafngreinir sem ekki skrifum uppá ruglið og vonandi er Víðir í þeim hóp?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.9.2008 kl. 08:31
Manni getur nú sárnað þó maður gráti ekki, ég fæ ekki að vera í þessum hópi þó tel ég að ég sé á svipuðu róli og þið í þessum málum að öðru leiti en því að ég bloggaði ekki um þessa frétt, maðurinn virðist ekki fylgjast mikið með.
Jóhann Elíasson, 4.9.2008 kl. 09:39
Það vill til Jóhann að við vitum að það eru miklu fleiri í okkar hóp, fólk er almennt búið að fá upp í kok af þessu rugli. Fyrir utan hvað það eru margir útum landið sem finna þetta á eigin skrokk. Þú þarft heldur ekki að halda að þú sért ekki í "fælunum" hjá LÍÚ, þú hefur skrifað þannig...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.9.2008 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.