6.9.2008 | 18:05
Menn að mínu skapi.
Það er á hreinu, að við þurfum að komast úr þessum "undirmáls-smákónga-hugsunarhætti" áður en hann gerir meira af sér en þegar er orðið. Auðvitað eiga Vestfirðir að vera í einu sveitarfélagi og þá ekki síður það sem ég þekki betur til, Suðurlandsundirlendið allt.
Selfoss-Hveragerði-Ölfus og einhverjir sveitahreppar í kring eiga auðvitað bara að vera eitt sveitarfélag og það eru engin rök fyrir öðru, nema hefðbundin rök smákónganna sem finnst alltaf sinn fugl fegurri en grannana og veskið sitt alltaf þykkara en hinna vitleysinganna sem ekkert eigi nema skuldir, skammir og vammir.
Svona sameining mundi strax kalla á fullkomnar almenningssamgöngur innan væðis og til höfuðborgarsvæðisins og miklu öflugri þjónustu við íbúana en verið hefur og t.d. gæti ég ímyndað mér að slíkt sveitarfélag hefði meiri möguleika á að draga einhverja starfsemi að höfninni í Þorlákshöfn hvar ekkert er að verða eftir, en þessar 1800 sálir sem þar hokra nú.
Sem sagt, áfram Halldór og Kristján og enga eftirgjöf í þessu máli, af með rándýrt kerfi smákónga sem engum þjóna nema þeim sjálfum.
Vestfirðir sameinist í eitt sveitarfélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.