Það er mál til komið.

Að það sé tekið til hendinni hjá þessu sjálftöku-yfirgangsliði. Og alltaf skal það vera Síminn sem fólk lendir í vandræðunum með, þar sem er eins og það séu bara tölvur sem reka draslið og fólk komi þar hvergi nærri. Lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að þurfa að hringja þangað mörgum sinnum á dag í viku, alltaf að tala við nýja og nýja, tyggjandi upp sömu söguna og þurfa svo jafnvel að hlusta á starfsfólkið vælandi yfir hverslags hryllingur sjoppan sé orðin og það geti ekkert gert, þrátt fyrir að sjá klárlega vitleysuna.

Ég trúi því að Síminn, eins og hann er, geti ekki orðið mjög gamalt fyrirtæki, það hljóta bara að rakast af þeim viðskiptin á báðar hendur. Svo eru stofnuð fleiri og fleiri fyrirtæki innan fyrirtækisins og svo lendir það jafnvel allt í hári saman við að klína skítnum hvert á annað. Nei mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvar þessir menn hafa lært að reka fyrirtæki og ætla rétt að vona að ég finni mér og mínum einhvern annan farveg heldur en þar og svona við fyrstu skoðun virðist ekki vera mikill vandi að spara talsvert af peningum líka með því að kveðja Símann.


mbl.is Ekki má synja um símanúmeraflutning vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur reyndar tíðkast hjá öllum fjarskiptafyrirtækjunum að hafna númerafluttningum vegna skuldar viðskiptavina.

Óttarr (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:03

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já og ég er ekkert undrandi á því í sjálfu sér Óttarr, nema þá að reikningurinn gæti elt númerið einhvernveginn. Ég er meira að tala almennt um þetta "afstyrmi" sem Síminn er orðinn og hvernig þjónustan er þar algerlega útúr korti, allavega það sem ég hef prófað. Ekkert með skuld eða nokkurn hlut að gera, bara klára óliðlegheit og vandræðagangur. Lokað fyrir síma fyrir mistök sem Síminn bjó til og síðan enginn til að kippa málum í liðinn. Auðvitað, eins og ég sagði þeim 100 sinnum, geta mistök bara alltaf orðið, það er ekki málið, heldur hvernig er unnið úr vandræðunum. Í þeirra tilfelli fór allt póðrið í að reyna að finna einhvern til að klína skömminni á í stað þess að vaða í að redda málinu og biðja afsökunar á bullinu.

Ég er ekki að segja að það sé ekki nothæft fólk þarna, innanum er það að sjálfsögðu og kannski allt, það bara hverfur í þessum vinnubrögðum. Tók mig nærri viku að ná til stúlku sem var tilbúin að vaða í hlutina. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.9.2008 kl. 10:42

3 identicon

Það flytja reyndar fleiri viðskiptavinir sig til símans en fara frá honum þessa dagana. Enda komast menn oftast að því að grasið er alveg skelfilegt hinum megin.

Sveinn (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er svakaleg lýsing og ég trúi ekki að það séu einhverjir á þessum markaði að veita verri þjónustu en ég hef fengið síðustu daga. Fyrir utan það að ég sé ekki betur en að við getum sparað talsvert af peningum með því að fara þaðan með 3x fastlínur 2x ADSL og 3x gsm síma. Ekki bara það, heldur er ég búinn að heyra í tveimur hér í kringum mig sem hafa fengið nóg. En það kemur varla að sök fyrir Símann ef fjölgun símafyrirtækja á markaðnum og aukin samkeppni fjölgar bara kúnnunum hjá Símanum, þá geta væntanlega allir verið glaðir...? 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.9.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér finnst ýmislegt benda til þess Sigmar, að hann Sveinn sé úr þessu makalausa "teymi" Símans. Það væri gaman að vita hvort yfirmaðurinn hans er sama sinnis. En hann er það sjálfsagt ef það er staðreynd, að fjölgun símafyrirtækja fjölgi bara kúnnunum hjá þeim, þá er ég heldur ekki hissa á vinnubrögðunum?

En það er þá af sama meiði eins og annað sem fólk lætur berja á sér með, án þess að hreyfa hönd eða fót.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.9.2008 kl. 12:02

6 identicon

Ég er ekki í neinu "teymi" (mikið eru þessar umræður á háu stigi). Ég hef reyndar engar heimildir fyrir þessu aðrar en þær að félagi minn vann að könnun á flutningi milli símfyrirtækja fyrir nokkru síðan og hann sagði mér þetta, það getur vel verið að þetta eigi ekki við í dag.

Ég þekki hinsvegar vel til starfsemi þessara fyrirtækja og þjónustu þeirra en það skiptir mig minnstu máli hvað aðrir velja að stunda viðskipti við.

Sveinn (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:44

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er reyndar rétt, að ég þekki ekki til annara fyrirtækja á markaðnum nema af afspurn, (hef verið hjá símanum með allt mitt í 36 ár) og síðan hef ég kannað kostnað hjá öðrum við svona pakka. Stundum verður bara að taka sig upp og fara, sérstaklega ef það þýðir verulegan sparnað, það er ekki hægt að láta allt yfir sig ganga.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.9.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 961

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband