Hann Geir er nú ekkert að gera mikið úr ástandinu.

Allt í hefðbundnum farvegi, engir krísufundir eða slíkt og nánast gefið í skin að ekki séu til þess neinar ástæður. Ég veit ekki hvað gengur að karlanganum, ekki talar hann svona vegna þess að hann hafi ekki þekkingu á ástandinu, því það hefur hann klárlega, kannski er hann bara búinn að vera of lítið í vinnunni undanfarið, eitthvað er það. Allavega ætti honum að vera löngu ljóst að Seðlabankakjáninn hans er ekki að virka. Þar verður hann að fara að moka út, ef ekki á illa að fara, bæði fyrir honum og þjóðinni.

Auðvitað er ástandið með ólíkindum þessa dagana. Á meðan eldarnir brenna hér um allt eru Geir og Solla um allan heim að berjast fyrir sæti í öryggisráðinu, sem reyndar gefur okkur ekkert nema hausverki og kostnað og næstráðandi á fótboltaleik í Frakklandi. Svei mér þá ef þetta er að verða á vetur setjandi þetta lið.

Annars hefur Múrbúðin orðað þetta mjög vel í auglýsingu í gær, betur verðu það ekki gert.


mbl.is Stjórnvöld semji við erlenda seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 953

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband