Ætla nú að leyfa mér að fullyrða...

....að þessi piltur viti nú ekki andskoti mikið um það hvað sjómenn eru að hugsa og enganveginn er hann fær um að gæta hagsmuna þeirra. En hann veit örugglega allt um hvaða skoðun Líú hefur á málinu, enda örugglega meira samband þangað en út á sjó.


mbl.is Sjómenn enn andvígir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Mér finnst nú reyndar að hagsmunasamtökum sé ekki stætt á því að breyta sér í þessu máli. Svo dæmi séu tekin hafa

Samtök atvinnulífsins

Samtök fjármálafyrirtækja

ASÍ

Ýmis stéttarfélög

Neytendasamtökin

Samtök sjómanna

Öll þessi samtök hafa ekkert með það að gera að fara að skipta sér af stjórnmálum. Útgerðarmenn hefðu bara átt að vera með lán í Íslenskum krónum og þá væri mesta góðæri síðan í stríðinu hjá þeim núna. Þeir fiska sem róa en þolinmæði er líka dygð.

Johnny Bravo, 30.10.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Johnny Bravo

Vóó, þetta átti að vera beita sér í þessu máli.

Það komst einhver púki í þetta.

Johnny Bravo, 30.10.2008 kl. 09:12

3 identicon

Eruð þið ekki að fatta þetta?

 Þetta snýst um það að helsta bitbein íslenskra stjórnvalda og ESB um aðild hefur alltaf verið fiskveiðilögsagan.  Langar ykkur að fá 50 spænska togara hingað, sem eru búnir að veiða upp allan fisk í Evrópu svo hart að sumar þjóðir hafa nánast þurft að hætta fiskveiðum því ekkert hafi verið eftir af fiski til að veiða.  Við myndum algjörlega missa stjórn á fiskveiðum í kringum Ísland.  Þetta snýst ekki um nein lán

Ég myndi segja að hann sé einmitt að berjast fyrir hagsmunum og lífsviðurværi íslenskra sjómanna til framtíðar.

Bjartur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:10

4 identicon

Kórrét Hafsteinn. Sævar Gunnarsson er í engum tengslum við sjómenn og hefur afrekað það undanfarin ár að semja niður fyrir hönd sjómanna gagnvart LÍÚ.

Sjómenn eru almennt á því að Sævar sé algerlega í höndum LÍÚ og handónýtur sem þeirra málssvari. Hmm! Enda hvenær heyrist eitthvað frá honum varðandi kvótabraskið. Kvótaleiguna etc. Ekki boffs. Ekki eitt stakasta boffs!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:31

5 identicon

Ætla nú að leyfa mér að fullyrða, að þú vitir nú ekki mikið um Evrópusambandið. Ætla jafnvel að leyfa mér að fullyrða það að það eina sem þú vitir um Evrópusambandið, að það er skammstafað ESB.

Sjómaður (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:19

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það geta alveg verið rök fyrir þesari skoðun þinni Johnny, finnst mér.

Það eru engin rök fyrir því Bjartur að 50 Spænskir togarar yrðu samstundis á veiðum hér. Hvar ættu þeir að fá kvóta? Ef Samherji eða aðrir seldu þeim kvótana sína gætu þeir kannski komið. Þetta er hefðbundinn hræðsluáróður frá Líú.

Ég er meira að segja í vafa um að hann hafi nokkurn tíman unnið að hagsmunum sjómanna, af neinu viti Eggert.

Ég ætla nú ekki að fara að eyða tíma í að stæla um hlutina við einhvern nafnlausan aula sem þessvegna gæti verið ?? Sævar ?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 12:41

7 identicon

Sæll Hafsteinn,

Ef ég skil þetta rétt, þá hefur kvóti ekkert með þetta að gera.  Ísland myndi missa stjórn á fiskveiðilögsögunni.  Kvótar, í það minnsta íslenskir, hljóta þar með að falla niður með öllu.  Er ekki með á hreinu hvort eða hvernig ESB stjórnar fiskveiðum en þykist vita að þeir noti ekki kvóta.

Bjartur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:50

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

þetta er einn af því sem yrði að setjast yfir og enginn VEIT hvar mundi enda Bjartur. En það er ljóst að kvótar yrðu áfram, því miður vil ég segja.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 12:57

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það er algerlega á tæru að Sævar hefur ekki hundsvit á nokkru sem viðkemur ESB eða fiskveiðisstjórn bandalagsins. Ég dreg þá einföldu ályktun vegna þess að það hefur ekki sýnst sig í gegnum tíðina að hann hafi merkilega djúpa þekkingu á íslenska kerfinu þrátt fyrir að vinna við það. Haldiði kannski að það séu bara vitleysingar á Alþingi.

Atli Hermannsson., 30.10.2008 kl. 14:40

10 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Skil nú ekki alveg aflverju hann er að taka afstöðu hann Sævar, mér sýnist nú ekki svo mikil nýliðun í sjómannastétt á Íslandi að það gæti verið eitthvað verra að vera í ESB, en ég veit þó að fiskimiðin er auðlind þjóðarinnar en ekki örfárra manna eins og nú er. Hverjir eiga veð í  kvótanum núna, eru það ekki nýju bankarnir, sem sagt þjóðin, en hverjir hafa yfirráðaréttin, nokkrir einstaklingar sem hafa braskað og selt. Veit samt að sjómenn víða þar sem gengið hefur verið í ESB hafa farið mjög illa út úr því að ganga í ESB. Já Hafsteinn við eigum örugglega eftir að hittast einhvertíma aftur, ansi langt um liðið síðan í Hull eða Grimsby.

Atli það eru nú örugglega ekki bara vitleysingar á þingi en margir sem hafa lítið erindi.

Grétar Rögnvarsson, 30.10.2008 kl. 15:54

11 Smámynd: haraldurhar

    Sævar hefur ætið verð slys í sjómannaforustunni, alveg ótrúleg að hann skuli ekki lögnu vera látinn hætt.  Hann er nú bara það sem við köllum froðusnakkur, og láta sér detta í hug að hann hafi aðra hugsun en að halda í stólinn, hefur mér ekki dottið í hug síðan hann skreið þara inn.   Hann og Helgi Laxdal, hafa ætið verið veikustu hlekkirnir í sjómannaforustunni og beygt sig í hnjánum fyrir ríkandi valdi, og svo hafa þeirr ekki vila vera dónalegir því þá gætu þeir misst af einhverjum kokteil hjá fyrirmönnunum.

haraldurhar, 1.11.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband