10.11.2008 | 10:27
Mér virðist nú að menn geti hætt að rífast um hver á þessi þrot.
Það er mikið gert með það að Jón Ásgeir sé með hönd á þessu öllu, en það er nú áleitin sú spurning hver er tilbúinn að setja peningana sína í þetta rugl. Á meðan ríkið situr um auglýsingamarkaðinn, sem að auki dregst stórlega saman þessar vikurnar, get ég ekki séð að það sé um neitt að karpa.
Björn Bjarnason getur örugglega fengið þetta allt undir ríkissjóð, þeir geta þá stýrt þessu saman hann og Guðni Ágústsson, ekki er hætta á að það verði maðkarnir í mysunni þar.
Framtíðarsýn í greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldurkr
- hallgrimurg
- solir
- jakobk
- gretarro
- sailor
- hallibjarna
- framtid
- sisshildur
- king
- siggith
- start
- helgigunnars
- villialli
- himmalingur
- drum
- gisgis
- hallidori
- xfakureyri
- ferskur
- gisliivars
- johnnybravo
- peturorri
- baldvinj
- bjarnihardar
- gudmbjo
- gudni-is
- bleikaeldingin
- fruheimsmeistari
- gudrunmagnea
- gustav
- reynzi
- zeriaph
- gattin
- seinars
- siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst nú allt í lagi að menn fari með rétt mál. Ríkið, þ.e. RÚV, er með 12% af auglýsingamarkaði. Viðskiptablaðið er í samkeppni við Markaðinn og Viðskiptablað Morgunblaðsins um auglýsendur, ekki RÚV. Allir auglýsendur hafa dregið saman seglin. Fyrst til að falla eru sérblöð.
Ég hef með jöfnu millibili ætlað að gerast áskrifandi að Viðskiptablaðinu, en þar sem pappírsmagn á heimilinu er alveg nóg, þá óskaði ég eftir vefáskrif eingöngu. Það var ekki hægt, ég varð að fá pappírinn heim. Ég spurði hvort Viðskiptablaðið gæti ekki bara haldið pappírseintakinu hjá sér. Nei, það var ekki hægt. Ef ég vildi áskrift, þá varð að senda mér blessaðan pappírinn. Þess vegna er ég ekki áskrifandi að Viðskiptablaðinu. Hvort að það hefði breytt eitthvað rekstrarstöðu blaðsins, að einhverjir áskrifendur hefðu getað afþakkað pappírinn, veit ég svo sem ekki neitt um, en í þessum bransa gilda örugglega sömu lögmál og í öðrum rekstri, þ.e. að auka tekjur og minnka kostnað.
Marinó G. Njálsson, 10.11.2008 kl. 10:44
Að hver þá fari með rétt mál Marinó??? Situr ekki ríkið um auglýsingamarkaðinn, sem er að dragast saman, er ég að fara með rangt mál eða er það í fréttinni?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.11.2008 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.