Það þarf að vera agi á hernum.

Ekki spurning um það og það er heldur enginn vafi að honum heldur Ferguson uppi. Hann hefur svo marg sýnt það, að menn komast ekki upp með neinn moðreyk og ef þeir ekki rekast eftir hans reglum þá verða þeir að víkja, hversu góðir sem þeir eru. Hann hefur líka verið duglegur við að standa við bakið á þessum strákum sem hafa lent í einhverjum vandamálum og bakkað þá upp eins og þurft hefur.

Hann er mikill sálfræðingur auk alls annars hann Sir Alex.


mbl.is Ferguson refsaði Welbeck fyrir hrokafullan fögnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jamm, heilalaust lið , það virkar oft

Óskar Þorkelsson, 20.2.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hvaða gáfumannasamfélagi heldur þú með Óskar minn? Það er sjálfsagt óþarfi að spyrja, hefðbundið lúserpúl kjaftæði hér á ferð.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.2.2009 kl. 20:12

3 identicon

Já, það ræður bara einn hjá MU og hann setur reglur sem ber að hlýða, án undantekninga. Hann hefur tekið í hnakkadrambið á stærri stjörnum en þessum unga manni, og þeim til góðs. Rooney og Ronaldo lærðu flótt að þeir voru að spila fyrir liðsheildina, og allar einka sýningar á vellinum, voru ekki hluti af því að efla liðsandann. Welbeck er ungur, og þarf að slípa hann betur, þá verður hann enn einn afburða maðurinn sem Sir Alex skapar á Old trafford fyrir MU. Þarna er mikll efniviður á ferð.

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 22:51

4 Smámynd: Hákon

Samt heyrist ekkert úr munni Fergusons þegar Ronaldo tekur dýfur. Það finnst mér mun verra mál en litlausir fagnaðartilburðir.

Hákon , 20.2.2009 kl. 23:00

5 identicon

Er reyndar United maður en ert þú ekki að djóka?  Má þá Ronaldo fagna sínum mörkum eins og að hann er staddur á leiðinlegri bíómynd án þess að vera refsað?  vá en um að gera að vera sammála

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:04

6 identicon

Hann fær nú hrós fyrir þetta gamli skotinn.

Það er hægt að telja á fingrum annarar handar þá leikmenn manutd sem manni hefur líkað í gegnum tíðina, en þennan ótrúlega og inneignalausa hroka sem þessi Welbeck sýnir þegar hann skorar er með hreinum ólíkindum.Vonandi nær Ferguson að kippa honum niður á jörðina áður en hann versnar enn meira.

Rúnar G. (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 11:40

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hafsteinn ég er ekki að sjá að þú hafir skilið athugasemd mína :)  sem kannski útskýrir athugasemdina að hluta..

Óskar Þorkelsson, 21.2.2009 kl. 11:59

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...Ég verð að biðja þig margfaldrar afsökunar, ef ég hef verið að gera þér upp einhverjar "lúserpúl" kenndir að ósekju Óskar. En þá er líka ljóst að ég hef misskilið athugasemdina herfilega og verð að biðja um útskýringu á henni..

Ég er ekki viss um að mér finnist það segja neitt þó þér hafi ekki líkað við neinn af þeim fjölmörgu snillingum sem ManUtd hefur alið, nema þá um dómgreind þína Rúnar. Ég held það sé nú ágreiningslaust að mestu, að fáum hefur tekist betur upp en Ferguson við að koma ungum spilurum til manns..?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.2.2009 kl. 12:30

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir það Hafsteinn og nú skal ég útskýra athugasemdina..

Það er vitað mál að ef þú ætlar að byggja upp her verðuru að brjóta niður  einstaklinginn og gera hann að hópsál.. svo menn með heila og sjálfstæða hugsun endast illa í her.. því segi ég að MU er með helling af heilalausum mönnum sem kunna að spila fótbolta og því eru þeir bestir í dag..

það er greinilegt að liverpool hefur alltof mikið af gáfumönum :)

Óskar Þorkelsson, 21.2.2009 kl. 12:38

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta kann rétt að vera Óskar, hinsvegar held ég að erfitt sé að gera neitt úr kjána, hann verður alltaf til vandræða þó hann kunni að fara með bolta og sé fljótur og gæti ég nefnt nokkra slíka, jafnt í Liverpool sem annarsstaðar, (Bellamy kemur strax upp) En þeir rekast illa í hópnum hjá Ferguson og fara fljótt á önnur mið.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.2.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband