Og hvað...?

Er verið að reyna að segja okkur að Waitrose séu að hætta fisksölu, taka hann bara úr hillunum endanlega? Fólk ræður því hvort það trúir svona þvaðri, en þetta er það sem þessi "frétt" þýðir. Ef þeir ætla ekki að selja fisk frá Íslandi, eru þegar hættir viðskiptum við Færeyjar og Noreg geta ekki selt úr "ofveiddum" stofnum í kringum sig og hvað er þá eftir?

Ef það er þeirra niðurstaða, að þeir geti ekki selt fisk frá þessum löndum og taki þar af leiðandi úr hillum sínum allan fisk, þarf fólk væntalega að fara í aðra stórmarkaði til að kaupa soðninguna. Þ.e. þeir sem ekki ákveða þá að láta leiða sig eins og lömb til slátrunar. Hinir fara bara áfram í Waitrose og kaupa "skíthoppara" eða annað ódýrt kjöt (umhverfisvænt, að sjálfsögðu). En ég trúi nú að það verði mikill minnihluti. Hinir fara bara í Tesco eða annað og kaupa þá bæði fiskinn og kjötið og Waitrose tapa viðskiptum sem væntanlega verður ekki vel séð.

Það er ekki hægt að hlaupa eftir svona hótunum, sama hvaða leið þær koma. Sagan kennir okkur að þetta er oftar en ekki stormur í vatnsglasi. En það er hægt að skilja sendiboðann, hann er að sjálfsögðu að óttast um sína afkomu, fari þetta eftir. En hann er seigur og ég treysti honum til að koma sínum vörum inn hvar sem er, svo ég hef greinilega meiri trú á honum en hann sjálfur...?


mbl.is Segir fjölda starfa tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og hvað svo ??

Jón Ingi Cæsarsson, 21.2.2009 kl. 09:18

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hvalveiðar, að sjálfsögðu. En ekki hvað...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.2.2009 kl. 11:47

3 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Mikið er ég þér sammála Hafsteinn, þetta er bara stormur í vatnsglasi ekkert annað. Fólk hættir bara ekki allt í einu að kaupa fisk af íslendingum þótt við veiðum örfáa hvali hér við land. Það hefur alltaf sýnt sig að neytandinn vill fá bestu vöruna sama hvaða skoðanir kaupmaðurinn hefur á hvalveiðum íslendinga, og á ég þá við breska neytendur.

Ólafur Gunnarsson, 22.2.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 949

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband