Hann þekkir þetta allt hann Margeir.

Enda búinn að dansa með í kringum þennan hlutabréfa-gullkálf allan tímann og hagnast vel. Kannski hefur hann sloppið úr landi með hagnaðinn af ruglinu til að koma því í eitthvað sem er fastara í hendi en Íslenskir bankar, en ekki minnist ég þess að hafa séð neinar aðvaranir eða athugasemdir frá honum um hvernig glæpamennskan gekk fram í bönkunum hér. Hann hefði nú gert meira gagn með því að opna sig þá, heldur en að gelta núna um hluti sem allir geta séð.

Hann er kannski ekki meiri sérfræðingur en þetta, bara rétt eins og ég og þú? Varhugavert að treysta honum fyrir peningum.


mbl.is Hlutabréfaverði var haldið uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var nú alveg nóg um aðvaranir um nákvæmlega þessi málefni undanfarin ár, jafnvel hér á mbl.is.

Flestir gagnrýnendur voru hins vega skotnir allsvakalega í kaf, ekki einungis af talsmönnum banka og ríkis, heldur einnig af bloggurum hér á moggablogginu.

Hvað peninga varðar, þá held ég að fáum sé jafnvel treystandi og MP þessa dagana. Ég þekki persónulega fólk sem að hefur verið að tapa sáralitlum peningum á vipskiptum við þá þrátt fyrir öll ósköpin fyrir Jól.  Þeir virðast jú einmitt hafa tekið meira mark á gagnrýnisröddum en flip-floppandi moggabloggarar, í það minnsta.

Þór (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:58

2 identicon

... og bara svona til að bæta við þetta.

Þeri sem að voru að tala bréfin niður, sem sagt þeir sem voru í raun og veru að stýra bréfunum í RÉTTA átt, voru útnefndir public enemy number one af fjölmiðlum, bönkum... og jú, líka bloggurum.

Það þarf nú einungis að fletta stutt aftur í tímann til þess að sjá risagreinar um hina illu skortsala sem að voru að reyna að tala bréfin niður. Aldrei var minnst einu orði á það að þeir voru sárafári miðað við hinn gríðarlega fjölda fjárfesta sem hefur verið að tala hlutabréf upp undanfarin ár. Það var alveg sjálfsagt að tala bréf stanslaust, en um leið og einhver reyndi að tala þau niður, þá var hann orðinn vondi karlinn.

Veistu hvað, Hafsteinn Viðar, ef að Margeir Pétursson hefði bæst í hóp þeirra er voru að gagnrýna íslenskt efnahagslíf, burtséð frá því hvort hann hafði áttað sig á  umfangi málsins, þá hefði það ekki breyt NEINU. Það voru heimsfrægir hagfræðingar út um allan heim skotnir niður á stundinni fyrir að gagnrýna íslenskt efnahagslíf, Margeir hefði eflaust verið rúinn öllu trausti ef hann hefði reynt að gera hitt hið sama.

Svo eitursýrð hefur íslensk menning verið undanfarin ár. Ísland var stórasta land í heimi. Hver svo sem andmælti því var öfundsjúkur.

... og lánin hrönnuðust upp, hjá bönkum sem og heimilum landsins.

Þór (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 01:09

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Skrif þitt við þessari sárasaklausu klausu um hvað hann er klár hann Margeir virðist aðallega einkannast af því að þér er trúlega málið skilt á einhvern hátt og hinsvegar af einhverjum pirringi útí "moggabloggara" almennt.

En ég stend við það, að það er ýmislegt sem bendir til að Margeir hafi vitað þetta sem hann nú lætur frá sér, en notað aðallega til að auðgast á því sjálfur og þá að sjálfsögðu á kostnað einhvers, oftast er það þannig, er það ekki? Ef einhver græðir í þessum bransa þá tapar annar? Hann hefði bara átt að hafa hægt um sig núna, eins og áður, þetta eru vandræðatímar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.2.2009 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband