Hann á nú aldeilis heiður skilinn hann Jón Baldvin.

Ég veit ekki hver, ef ekki hann. Bæði er hann nú einn afkastamesti og öflugasti pólitíkus sem ég man, alveg eldklár, auk þess sem hann hafði þann góða kost að hann var alltaf skemmtilegur. Það er kostur sem mér finnst virkilega nauðsynlegur, að menn sem eru að brasa í pólitík séu ekki að drepa mann úr leiðindum ef þeir opna munninn. Það má Davíð eiga líka, oftast skemmtilegur, þar til hann komst í þetta hundleiðinlega hlutverk sem hann er í núna.

Til hamingju með daginn Jón Baldvin, það væru not fyrir nokkra eins og þig núna, í öllum flokkum.


mbl.is Húsfyllir til heiðurs Jóni Baldvini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mjög ósammála þér... mjög. Ekkert nema hrokinn sem sér að öllum nema sjálfum sér... hann eins og flestir sem leitt hafa og stjórnað landinu undanfarin ár eru sekir. Það voru mikil mistök að skrifa undir EES og maðurinn sér ekki mistökin í því. 80% af reglulverkinu hér er í gegnum þann samning og þar byrjaði bullið...

Frelsisson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 16:54

2 Smámynd: Landfari

Sama hvað Frelsisson segir þá eru nær allir sammála um að Jón var einn afkastamesti og öflugasti sjórnmálamaður seinni tíma sem við höfum átt. Það er algerlega óumdeilt að hann er eldklár en einstaklingsbundið hvað mönnum finnst hann skemmtilegur þó því verði nú ekki neitað að hann var alltaf líflegur í þessu argaþrasi sem stjórnmál eru.

Tek undir hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Landfari, 21.2.2009 kl. 17:42

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Hafsteinn Viðar, ég er sammála þér með hann Jón, hvað stjórnmálamann varðar, en einn löstur fannst og finnst enn, það er hvað jafnaðarhugsjónin er ekki virt af jafnaðarmönnum sjálfum, þegar ég fór að fylgjast með stjórnmálum hér á landi, þá fannst mér Alþýðubandalagið mjög gott afl innan stjórnmálanna, en raunin var nú önnur, ég tek undir afmælisóskir til handa kratanum að vestann.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.2.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 949

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband